Nauðsynlegt að græða á braski...

...segir Pétur Blöndal.

„Ef þú tekur framsalið burt hverfur arðsemin úr greininni," sagði Pétur Blöndal

Þetta er fullyrðing sem á sér enga stoð. 

Það græðir enginn nema handhafi kvótans á því að framselja hann gegn gjaldi. 

Framsalið og veðsetning kvótans er svartasta hliðin á kvótakerfinu.

Kvótaeigendur hafa skuldsett sjávarútveginn um fimmhundruð milljarða vegna framsals og veðhæfni. 

Vissulega er þetta gott fyrir fámennan hóp sem hagnast á því að gera ekki neitt en að leigja öðrum sjávarauðlindina og gera þannig fiskveiðar óarðbærar fyrir kvótalausa en arbærar fyrir menn sem búa í London og Spáni og stunda ekki fiskveiðar.

Þetta kerfi er einfaldlega arfavitlaust og ekki veit ég hvað er að snúast um í kollinum á Pétri Blöndal þeagar hann lætur frá sér svona heimskar yfirlýsingar. 


mbl.is Arðsemin hverfur úr greininni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Örn Óskarsson

alveg sammála þér - nær væri að henda þessu arfavitlausa kerfi og taka upp það færeyska.........

Eyþór Örn Óskarsson, 15.5.2011 kl. 15:00

2 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þetta hljómaði ekki vel en ég veit að hann var að segja að ef það verður bannað að leigja kvóta á milil skipa og útgerða að þá verði hærra hlutfall kvóta eftir óveitt og þá fá útgerðir ekki tekjur, sjómenn ekki laun og ríkið ekki skatttekjur.

Ef nýja kerfið er skilvirkt í að útdeila óveiddum heimildum þá ætti þetta ekki að skipta máli.

Lúðvík Júlíusson, 15.5.2011 kl. 19:07

3 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið deild í LÍÚ í að minnsta kosti 40 ár. Það þýðir ekkert að hneykslast á vitleysunni sem frá þeim kemur. Eina sem hægt er að gera er að kjósa þá ekki en því miður þá er 40% af þjóðinni heilabilaðir vesalingar

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 15.5.2011 kl. 23:19

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

það er ekkert mál að leiðrétta fyrir svoleiðis Július

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 16.5.2011 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband