Hefur mistekist að snúa ofan af andverðleikum og spillingu

Fyrir rúmu ári síðan gerði ég útekt þar sem ég kannaði skilning Íslendinga á hugtökunum vinstri og hægri. Niðurstaðan var sú að lítil fylgni var á milli þess hvort fólk skipaði sér til vinstri eða hægri og almennra skoðana þess hvað sé mikilvægt til þess að byggja upp gott samfélag. Þetta bendir til þess að kjósendur hafi haft lítinn skilning á merkingu þessara orðtaka og hafi verið lítt meðvitaðir um hvaða stefnu flokkarnir standi í raun fyrir.

Í könnun sem Jón Gunnar Bernburg og Sigrún Ólafsdóttir gerðu á viðhorfi Íslendinga til jöfnuðar var niðurstaðan að um 90% Íslendinga vilja búa í samfélagi þar sem jöfnuður ríkir og samfélagsgerðin bíður upp á velferð fyrir fjöldann. Á tuttugu ára valdaferli Davíðs Oddsonar var byggt upp samfélag spillingar sem útdeilir miklum auði til fárra og gerir ungt fólk að öreigum. Þetta samfélag varð til með stuðningi kjósenda þrátt fyrir að kjósendur vilji ekki slíkt samfélag.

Sé litið til skoðanakanna sem gerðar hafa verið undanfarið um fylgi flokkanna (fjórflokksins) eru íslenskir kjósendur að átta sig á ábyrgð sinni þegar þeir gefa atkvæði sitt í kosningum en 50% kjósenda treysta sér ekki til þess að halda tryggð við fjórflokkinn.

Núverandi ríkisstjórn hefur staðið sig illa við að afla þinginu trausts almennings. Gamlir þingmenn virðast vera fastir í flækju fordóma og trú á mútuvaldið. Forkólfum spillingarinnar er hampað við mannaráðningar í stjórnsýsluna og vantrú á hæfni kvenna hefur verið áberandi.

Erlendir auðhringir valsa um landið og hirða rentuna af auðlindunum. Spákaupmenn hafa fengið íslenska skuldara gefins og hagnast nú um milljarða á verðtryggingunni sem Steingrímur lofaði að afnema í aðdraganda kosninga. En íslenskir kjósendur eru að læra. Þeir eru að átta sig á að hugtökin vinstri og hægri eru merkingarlaus í pólitískum kima fjórflokksins. Þeir eru að átta sig á því að viðskiptaráð sem hafði mikil áhrif á lögjöf í aðdraganda hrunsins hefur lítinn áhuga á heilbrigði samfélagsins.

Um 50% kjósenda eru ekki tilbúnir til þess að leggja traust sitt á stjórnmál sem hafa snúið baki við verðleikum og jöfnuði. Andverðleikarnir sem fléttaðir hafa verið inn í hina rótgrónu pólitík birtist í andúð stjórnmálamanna á ábyrgð, skaðlegri hegðun fólks sem kallar sig fagfólk og biðröðum við velgerðarstofnanir.


mbl.is Skýrsla um störf og stefnu stjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ég vona svo sannarlega að þú hafir rétt fyrir þér hvað kjósendur varðar. Rest er sannleikurinn og ekkert annað.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.1.2012 kl. 22:45

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Varla hefur Davíð Oddson stýrt græðglsöflunum,sem rústuðu efnahag Íslands.

Helga Kristjánsdóttir, 15.1.2012 kl. 16:25

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hann bar ábyrgð á eftirliti...mótaði lagaumhverfi osfrv...hörmulegur ferill

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 15.1.2012 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband