Mun fjórflokkurinn verða í stjórnarandstöðu á næsta þingi?

shavem0112s

Frá hruni hefur verið uppi hávær krafa kjósenda um uppgjör við fortíðina. Samtrygging fjórflokksins og mútuþægni og samsekt stjórnmálamanna hefur valdið því að ekki má hrófla við ónýtu kerfi eða leita eftir því að þeir sem fóru með völdin standi skil á afglöpum sínum. 

Afleiðingarnar láta ekki standa á sér. Um 90% þjóðarinnar treystir ekki þinginu. Um 50% kjósenda treysta sér ekki til að yfirlýsa stuðningi við fjórflokkinn. 

Stjórnmálamenn kvarta gjarnan yfir glötuðu trausti en virðast ekki gera sér almennilega grein fyrir því hvaðan traustið sprettur. Það er hlutur stjórnmálamanna að ávinna sér traust en þeim virðist þó ekki fara það höndullega.

Til þess að bæta sér upp glatað traust hafa stjórnmálaflokkarnir gripið til þess að misnota aðstöðu sína á þinginu og hanna kerfi og tryggja stjórnmálaflokkunum greiðslur úr ríkissjóði til þess að gefa þeim forskot á ný framboð.

Ég spái því þó að í næstu kosningunum muni fjórflokkurinn gjalda alvarleg afhroð.  


mbl.is Rangt að ákæra Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Algjörlega sammála þér hér Jakobína Ingunn, og ég tek undir þær vonir þínar að fjórflokkurinn verði í stjórnarandstöðu eftir næstu kosningar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2012 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband