Klikkaðir karlar á ferð einu sinni enn

Bóluhagkerfið lætur ekki að sér hæða. Virkja hverja sprænu fyrir erlenda fjárfesta sem taka arðinn úr landi. Hinn dæmigerði Homo Sapiens á ferðinni og hyggur gott til glóðarinnar en:

Eins og Indriði Þorláksson hefur bent á:

Fræðilegu mati á efnahagslegri þýðingu stóriðju virðist ekki hafi verið gefinn mikill gaumur við hér á landi. Þótt sérfræðingar hafi lagt fram upplýsingar af þessum toga hafa þær drukknað í þeirri sannfæring að eina leiðin til að nýta orkuauðlindir landins sé að byggja upp erlenda stóriðju. Hagur af orkusölu og stóriðju væri sjálfgefinn m. a. í formi atvinnubótar. Trú á ágæti stóriðju og orkusölu til hennar virðist einnig hafi leitt til síaukinnar eftirgjafar gagnvart hinum erlendu fjárfestum bæði hvað varðar orkuverð og tekjur af iðjuverum. Hefur verið bent á með góðum rökum að arðsemi virkjana til til stóriðju sé lág og hafi farið lækkandi. Eins má gera því skóna að hagur landsins af stóriðjurekstri erlendra aðila sé lítill og hafi farið minnkandi á síðustu árum.


mbl.is 127 milljarða fjárfesting í kísil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Hvernig ætli astandid væri nuna a Austfjørdum ef ekki hefdi komid storydja,folk vill ekki erlendar fjarfestingar inn i landid,vid viljum ekki inn i EU vid viljum ekki eiga vidskifti vid fjølda landa,tad ser madur a hinum ymsu bloggsidum,en hvad viljum vid????Innlenda fjarfesta ??ja teir stodu sig ju svo frabærlega tokst ju aad setja heilt land a hausin,hvad med ad benda a lausnir tad er of audvelt bara ad kritisera hlutina en ekki koma med lausnir samtimis og er tessi Indridi ekki einn af teim sem mest basunadi agæti icesave samkomulagsins og er tetta ekki sami Indridi og skrifadi  til AGS og reindi svo ad svindla med ad gefa upp sinn einka E-mail a sama tima og hann var Raduneitisstjori og seinna sat i nefndinni,sem næstum var buid ad kosta okkur of fjar,abyggilega mest truvedugi madurinn ad vitna i,en eg er natturulega bara omentadur skrælingi og skil ekki hvad tad er sem er lausnin a tessu øllu.

Þorsteinn J Þorsteinsson, 23.4.2012 kl. 10:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það myndu allir lifa í lúxus ef svipað fjármagn hefði verið sett í atvinnusköpun í fjórðungnum á þann hátt að eignarhaldið væri heimamanna og að arðurinn myndi skila sér til þjóðarinnar.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 10:16

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

TAD ER AUDVELT AD KASTA FRAM SVONA FULLYRDINGU EN HVAD MED AD KOMA MED røkJa einmitt er tad,en hvad ta med tegar reint var ad koma ardbæru litlu fyrirtæki a stad a seydisfirdi rekstrareikningar syndu agætis hagnad en tessi svokalladi Fjarfestingar sjodur Islands vildi ekki vera med ad fjarfesta nokkurhundrud miljonir i tessu verkefni,tvi tad virdist ju vera ad tad hafi verid rangt postnumer teir gatu fjarfest td i Husasmidjuni og fleiri fyrirtækjum sem ar eftir ar eru rekin med tapi,ta var leitad til Rikisstjornar Islands en nei ekki heldur lika rangt postnumer,en a sama tima tima gat sama Rikisstjorn fjarfest fyrir tugi miljaarda i byrtingarmind Hrunsins Hørpunni og gefid HI 1 miljard,eg er ekki ad seigjaa ad eingaungu eigi ad vera storydja a Islandi og nog komid af henni en ætli td utflutningstekjur fra Austfjørdum hafi ekki verid stor hluti teirra gjaldeyristekna sem vid høfum,en tad skiftir sjalfsagt ekki mali

Þorsteinn J Þorsteinsson, 23.4.2012 kl. 10:33

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

nnlendur virðisauki af starfsemi stóriðjuvera á Ísland er ekki mikill. Samkvæmt ársreikningum þeirra álvera sem störfuðu á árinu 2007 má áætla að hjá þeim sé virðisaukinn samtals um 25 millj. króna. Svarar það til um það bil 1,8% af vergri þjóðarframleiðslu. Þessi virðisauki lendir að c. 2/3 hlutum hjá erlendum eigendum álveranna en einungis að 1/3 hluta hjá íslenskum aðilum. Svarar það til 0,6 – 0,7% af þjóðarframleiðslu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 11:06

5 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Ja en tad er ju regluverkid sem tar klikkar einu sinni enn og ekki er tad storidjunni ad kenna hvad med skattatekjur afvegaleidd størf auknigu i umsvifum,tessu gleimirdi og sparadar atvinnuleisis bætur,og sakna enn svars a hvad atti ad koma  stadin??,eins og tu sast a dæminu sem eg lagdi upp fyrir tig er ju ekki beint audvelt ad fa fjarfestingar ut a land????

Þorsteinn J Þorsteinsson, 23.4.2012 kl. 12:05

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Menn segja að þegar afskriftartími virkjananna væri lokið og búið a borga upp lánin, þá rynnu tekjurnar af virkjunum beint til þjóðarinnar. Svo virðist bara alls ekki vera. Samkvæmt þessu ættu allar tekjur (mínus rekstrarkostnað) vegna Búrfellsvirkjunar, Hrauneyjafossvirkjurnar, Sigölduvirkjunar og nokkurra smærri virkjana að koma fram sem hagnaður hjá Landsvirkjun. Svo er ekki. Mér telst til að þessar virkjanir skaffi rétt innan við helming af raforkuframleiðslu Landsvirkjunar eða 45,4%. Miðað við tekjur Landsvirkjunar upp á 436 m. USD eða 50,6 ma.kr. þá ættu tæpir 23 ma.kr. að koma frá þessum virkjunum. Samt er hagnaður Landsvirkjunar "bara" 106 m.USD eða 12,3 ma.kr. Þýðir að eldri virkjanir eru að greiða talsvert með þeim nýrri því rekstrar- og viðhaldskostnaður allra virkjana og flutningskerfis er rétt um 91 m.USD. Þetta þýðir einfaldlega að "nýjar" virkjanir (byggðar eftir 1985) eru reknar með tapi (Marínó Njálsson)

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.4.2012 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband