Dómurinn ekki hvítþvottur á Össuri

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir bera ábyrgð á verkum hrunstjórnarinnar ekki síður en aðrir hrunstjórnarmeðlimir. Afleit vinnubrögð voru á ábyrgð þeirra allra og hafa lítið skánað eftir að þau tóku við taumunum. Drulluslagurnn heldur bara áfram.

Þótt ég sér mjög gagnrýnin út í Geir Haarde gerði ég honum greiða í dag.

Ég sendi the Guardian tölvupóst vegna fyrirsagnar um Geir Haarde: "found guilty of the banking crash failure" og benti á að hann hefur verið dæmdur fyrir brot á ákvæði stjórnarskrá. Fékk þetta svar: The inaccurate headline has been replaced now. Kíkti svo á nýju fyrirsögnina og hún er svona: Iceland ex-PM Geir Haarde cleared of bank negligence. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fæ að ráða einhverju um fyrirsögn á Guardian. :)

Annars hef ég þetta um málflutning Geirs að segja:

Það fer um mig aumingjahrollur þegar ég hlusta á útskýringar fyrrverandi forsætisráðherrans Geirs Haarde á niðurstöðum Landsdóms og þýðingu dómsins. Geir Haarde sagði gjarnan í kjölfar hrunsins að við skildum ekki persónugera vandann. Í kjölfarið fylgdu stóryrði eins og nornaveiðar úr búðum hrunverja. Geir Haarde steig fram rjóður í vöngum í kjölfar landsdóms og viðhafði ýmis gífuryrði en það er einmitt þessi orðræða og tilfinningahiti sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli.

Ég ætla ekki að persónugera orðræðuna eða hugmyndafræðina því að ég tel að hún sé menningarbundin og Geir Haarde komi eingöngu fram sem tákngervingur þessarar orðræðu. Framganga þeirra sem keyrðu þjóðarbúið í þrot hefur einkennst af hroka frá hruni bankakerfisins haustið 2012. Þetta á ekki eingöngu við um stjórnmálamenn heldur einnig hina svokölluðu útrásarvíkinga og embættismenn sem brugðust skyldum sínum. Þetta á ekki eingöngu við Sjálfstæðismenn heldur einnig fólk úr öðrum flokkum sem var þátttakendur fyrir hrun og keyra jafnvel enn eftir sömu hugmyndafræði.

Helstu rök Geirs fyrir sakleysi sínu er að hinir hafi gert þetta líka. Málflutningur hans líkist málflutningi Bjarna Benediktssonar þegar þrengt er að honum varðandi Vafningsmálið. Athyglinni er beint frá efnislegum atriðum málsins og að einhverju sem hefur í raun litla þýðingu í málinu. Svör eins og „var ég ekki búin að útskýra þetta?“ Menn verða pirraðir og reiðir og telja að sér vegið þegar þeir þurfa að útskýra athafnir sínar.

Vissulega segir Geir satt og rétt frá þegar hann útskýrir að fyrirrennarar hans hafi ekki virt stjórnarskrána. Það þýðir þó ekki að honum hafi ekki borið að gera það. Skýringar af þessu tagi eru lítilmannlegar hvort sem þær koma frá Geir eða einhverjum öðrum. Íslandi hefur verið í áratugi haldið í viðjum fornrar menningar sem gefur ríkjandi elítu lausan tauminn á meðan ofurkröfur eru gerðar til almúgans um heiðarleik og auðmýkt. Persónulega hef ég hafnað þessari menningu og oft fengið bágt fyrir.

Orðræða valdsins er lágkúra og ætti ekki að viðgangast í nútímasamfélagi. Andstæðingar í pólitík eru kallaðir ofstækisfólk eða hatursfullir einstaklingar. Geir telur þetta vera til merkis um að menn vilji breyta stjórnmálakúltúrnum. Málflutningur hans lýsir eindæma vanþroska og sjálfsmiðun þegar hann telur það vera pólitíkinni til hagsbóta að hafa getað unnið þvert á þingflokka og þetta er það sem Geir kallar vinsamlegan kúltúr. Hann nefnir ekki hvort að stjórnmálamenn hafi getað unnið í sátt við þjóðina. En áratuga leynimakk, svik við þjóðina og kúltúr sem einkennist af því að stjórnmálamenn hafa skorið hvern annan niður úr snörunni hefur leitt til sundrungar og ófriðar meðal þjóðarinnar.  Það virðist vera aukaatriði í huga ráðherrans sem leggur mikið upp úr samtryggingunni. Hann vonar að stjórnmálin á Íslandi breytist ekki. Verði áfram þægileg fyrir stjórnmálamenn.  

Háværar kröfur hafa verið frá almenningi og ekki síst þeim sem hafa mikla þekkingu um fagleg vinnubrögð í stjórnsýslu og stjórnarfari. Geir telur það hins vegar sér til framdráttar að hann hafi fylgt venjum sem tíðkast hafa hér í áratugi eins og hann orðar það. Hann virðist einnig telja að foringjaræði og flokksræði dragi úr sekt hans en slíkt stjórnarfar er ekki stutt af stjórnarskrá. Stjórnarskrá Íslands er mjög gömul en ákvæði hennar gera eigi að síður ráð fyrir nútímalegri vinnubrögðum en þeim sem ráðherrar hafa viðhaft á þessari öld.

Íslenskri stjórnsýslu skortir aga og fagleg vinnubrögð. Stjórnmálamenn hafa komið sér frá því að svara fyrir verk sín með því að viðhafa vinnubrögð sem einkennast af ógagnsæi, skorti á formfestu og kæruleysi. Stjórnarskráin hefur verið dregin í svaðið af stjórnmálamönnum auk þess sem önnur lög, s.s. stjórnsýslu- og jafnréttislög eru einatt brotin. Menn sem gengt hafa æðstu embættum og einnig þeir sem gegna slíkum embættum í dag eru svo samdauna spillingunni að þeir tala um hana fyrir opnum dyrum eins og hún sé hluti af eðlilegu stjórnarfari. Ég gerði mér ljóst strax árið 2009 að litlar framfarir yrðu á sviði stjórnarfars og stjórnsýslu þegar menn og konur sem sjá ekki út úr menningarkima spilltra stjórnmála settust í ráðherrastóla.

Það er einkar dapurlegt að horfa upp á vanþroska stjórnmálamanna sem nota aðferðir ungra barna í baráttunni við að hvítþvo sjálfa sig. Þeir uppnefna andstæðinganna og gera kröfur til þeirra sem þeir eru alls ekki tilbúnir til þess að beygja sig undir sjálfir. Tilhugsunin um að menn sem virðast hafa staðnað í tilfinninga- og félagsþroska ungir að aldri skuli vera fengin völd til þess að stjórna landinu er skelfileg enda er samfélagið sviðin jörð.


mbl.is Hefði átt að biðja um fundarhlé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð og algjörlega sammála.  Þessi málsvörn Geirs er honum til vanvirðu.  Þetta er ekkert smáatriði sem skiptir ekki máli brot á stjórnarskrá er það bara alls ekki aldrei.

Sama er að segja um Össur, Jóhönnu og fleiri þarna sem hreykjast um og halda að þar með hafi þau fengið hvítt blað.  Þau eru jafnsek og Geir fyrir að vanvirða stjórnarskrána.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2012 kl. 12:20

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Algjörlega sammála. Vanvirðing stjórnmálamanna við stjórnarskrána er vanvirðing við kjósendur.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.4.2012 kl. 13:32

3 identicon

Mjög góð grein og algjörlega sammála. Maður er bara orðlaus á þessu fj. hyski sem heldur að það sé svo heilagt að það þurfi ekki að axla sína ábyrgð. Hvenær er komið nóg af þessu fólki..???? Hversu lengi ætlar þjóðin að láta þessar forynjur sitja þarna áfram og plotta með okkar framtíð sér til hagsbóta en ekki þjóðinni..?? Það er ekki til í íslenskri pólitík að axla ábyrgð, enda sést það best á þessu hruna-þingmanna-pakki sem ennþá rígheldur í setuna, búið að gera algjörlega niður sig, en vegna þessarar ónáttúru sem hrjáir íslenska póítíkusa, þá skilja þeir aldrei hvenær er komið nóg og komin tími til að yfrigefa sviðið þjóðinni til heilla. Hér berður ekki breyting fyrr en ALLT þetta fólk á þingi víkur.

Kveðja

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband