Við þurfum ekki óvini erlendis frá

Guðmundur Gunnarsson:

Því er haldið að okkur að Íslendingum stafi mest hætta af útlendingum. Þeir vilji komast yfir auðlindir okkar fyrir lítið og við eigum að berjast gegn öllu skipulögðu samstarfi við nágrannaþjóðir okkar. Sá hópur sem beitir öllum brögðum til þess að koma í veg fyrir breytingar, lítur svo á að landið og ríkið sé þeirra eign. Hinn almenni launamaður sé þræll sem þeir eigi og geti beitt bellibrögðum til þess að koma í veg fyrir að hann fái notið þeirrar verðmætasköpunar sem hann skilar með vinnu sinni. Við þurfum ekki óvini erlendis frá við eigum nóg af þeim í okkar eigin röðum.


mbl.is „Þetta er allt saman vitleysa“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólbjörg

Ef þú lítur þannig á málin Jakobína að einn meintur "óvinur" útiloki annan þá er best að upplýsa þig að þú ert með tvo óvini samtímis. Mörgum er tamt að túlka viðskiptalega varúð sem óvinanoju, eins og lesa má í pistli þínum. Það er klár barnaskapur að halda að erlendir viðskiptajöfrar og bandalög séu líknarfélög eða viðskiptasamband Dýranna í Hálsaskógi. Þú fylgist væntanlega fylgjast með heimspólitík og viðskiptum og ættir að hafa séð að stórt áhyggjuefnið ESB er t.d. að Kína vill gleypa allt sem þeir komast yfir, það eru fleiri að taka upp þeirra háttu, t.d. ESB sem er á fullu sýnist manni að tileinka sér stefnu Kína.

Sólbjörg, 2.5.2012 kl. 12:23

2 identicon

Tvo óvini samtímis? Mega ekki bara vera tvö lið inni á vellinum í einu? Hvað meinarðu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 13:05

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Stelpur ekki skamma mig fyrir texta Guðmunds Gunnarssonar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2012 kl. 13:52

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég held að þetta sé ekki spurning íslendinga eða útlendinga. Hinn raunverulegi óvinnur almennings er arðránssamféagið en það er bæði íslenskt og útlenskt.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2012 kl. 13:54

5 Smámynd: Sólbjörg

Sá engar gæsalappir hjá þér Jakobína og uggði ekki að því að greinahöfundur væri annar en þú. Sé að þú skilurgreinilega hvað ég á við um að sífellt er talað um óvinahræðslu af því að við mörg viljum hafa varann á gagnvart erlendu eignarhaldi og ESB. Það er eins og vinstra fólk finnist voða fínt að láta útlendinga aðræna okkur en glæpur ef íslendingur kemst í álnir,undarlegt. Huga þarf að öllu óréttlæti og arðráni hver sem í hlut á.

Elín það var ekki verið að tala um tvö lið inn á vellinum.

Sólbjörg, 2.5.2012 kl. 17:16

6 identicon

Er hugsanlegt að vinstra fólk hugsi bara með vinstra heilahvelinu en hægra fólk bara með hægra heilahvelinu?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.5.2012 kl. 17:57

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég trúi því best að fólk sé almennt hvorki VINSTRAfólk né HÆGRAfólk. Þetta eru bara stimplar sem búnir eru til þess þess að merkja almenning og ata þeim hverjum gegn öðurm. Skipa almenningi í stríðandi fylkingar á meðan verið er að ræna hann.

Ég hef gert rannsókn þar sem ég skoðaði fylgni þess hvernig fólk raðar sér á skala HÆGRI/VINSTRI með því hvernig það vill að samfélagið sé mótað með tilltit til jöfnuðar og annarra þátta. Það er sáralítil fylgni. 

Þetta þýðir að fólk ber ekki einkenni sem skipar þeim í flokka með þessum hætti. Almennt vilja Íslendingar (90% samkvæmt rannsóknum) réttlátt samfélag. Samfélagsgerð sem á ekkert skylt við það sem fjórflokkurinn er búinn að móta á Íslandi. 

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.5.2012 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband