Vill kalla harðindi yfir þjóðina

Árni Páll segir: „Það var aldrei tekin yfirveguð ákvörðun um höftin og aldrei ljós „strategían“ út úr þeim,“

Annað hvort er Árni Páll sérlega utan við sig

eða þá er hann vísvitandi að blekkja.

 

Gjaldeyrishöftin voru sett til þess að koma í veg fyrir að stórhrun krónunnar. Gjaldeyrisvaraforðinn tæmdist í hruninu eftir að hinir svokölluðu útrásarvíkingar og sægreifar höfðu fært hundruð milljarða yfir á aflandssreikninga.

Þeir sem þurfa að koma fjármagni úr landi og málpípur þeirra á þingi færa nú harðan áróður fyrir því að taka upp erlenda mynt og afnema gjaldeyrishöftin. Ef þetta er gert fellur þúsund milljarða skuld á skattgreiðendur. Erlend lán sem tekin hafa verið til þess að halda upp gjaldeyrisvarasjóði. 

Vaxtakostnaðurinn af þessum lánum veldur því að ekki næst viðskiptajöfnuður. Ef skattgreiðendur þurfa að fara að greiða niður höfuðstólinn af þessum lánum þýðir það að velferðarkerfið verður minning ein.


mbl.is Aðhalds er þörf til að afnema höft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband