Sett mörg fyrirtæki á hausinn

Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á mörgum verstu stjórnsýsluákvörðunum sem teknar hafa verið í Íslandssögunni. Þessar ákvarðanir voru flestar teknar í skjóli Sjálfstæðisflokks.

Valdanetið sem Framsókn spinnur þegar flokkurinn fer með völd minnir meira á mafíu en stjórnmálaflokk.framsoknarmenn.jpg

Fólk sem kann lítið og getur lítið er bakland flokksins þegar hann velur í stjórnir og nefndir.  Þetta eru aðilar sem hafa lítinn skilning á stjórnsýslusiðferði og stjórnmálasiðferði og veigrar sér ekki við að misbeita valdinu.

Klíkuráðningar, klíkuútboð, ofsóknir gagnvart þeim sem samsama sig ekki klíkunni, einkavæðingar til klíkuvina, einkaréttur til klíkuvina...allt hefur þetta verið aðalsmerki framsóknar.

Dautt lífríki og Kárahnjúkavirkjun

Ónýtur Íbúðalánasjóður og brask

Ónýt orkuveita og spilling

Kvótalögin og sægreifarnir. Kvótahafarnir fengu 44 milljarða króna árið 2012 eftir að hafa greitt 2 milljarða kr. í veiðigjald

Einkavinavæðing

 


mbl.is „Syndir framsóknarmanna eru stórar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu mér Jakobína, þegar þú varst lítil stúlka að vaxa úr grasi, gerðir þú þér grein fyrir því, að þegar þú yrðir stór, yrðir þú eitt mesta afturhald landsins?

Hilmar (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 15:48

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Í heimi þar sem framtíðarsýn er að gera stóran hluta þjóðarinnar að leiguliðum hjá litlum hluta þjóðarinnar. Sennilega.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 15:52

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ekki gleyma lögunum um verðtrygginguna 1979 og síðan í maí 1983 þegar vextir eru gefnir frjálsir og bankarnir hækkuðu vexti um 50% í einum mánuði. Um leið var bann sett við verðtryggingar á launatöxtum í kjarasamningum.

Allir aðrir samningar máttu vera verðtryggðir og hafa verið það síðan.Allar opinberar stofnanir leyfa sér einnig að nota sér verðtryggingar til að hækka þjónustukostnað.

Kristbjörn Árnason, 13.4.2013 kl. 15:54

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Framsóknarmenn stóðu líka fyrir því að hækka fasteignamatið til  þess að auka veðhæfni eigna og blása upp eignabólunna

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 16:04

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Óskaplega eigum við ennþá marga einfeldninga sem tala um afturhald, torfkofa, fjallagrös, einangrun og svona ýmislegt sem minnir á Pétur bjálfann þríhross og þó er bráðum öld síðan Nóbelsskáldið glæddi hann lífi okkur til viðvörunar.

Gerðir þú, Hilmar þér grein fyrir því fyrir fermingu að þú yrðir merkisberi NÝRRA tíma á Íslandi með 70 ára gamlar nýjungar?

Heldurðu ekki að álbræðsla sé undirstaða framfara? 

Árni Gunnarsson, 13.4.2013 kl. 17:03

6 identicon

Já, kvótalögin og sægreifarnir segir þú Jakobína. Má ég minna þig og aðra á að framsal kvóta var lögleitt af ríkisstjórn Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, undirritað af Steingrími nokkrum J. og Jóhönnu Sig. Það er alltaf gott að skella skuldinna á aðra ekki satt? Út á það gengur víst pólitíkin. Áburðarverksmiðjan var líka gefin ef einhver man það og hver stóð á bak við það önnur en Ingibjörg nokkur Sólrún, að kaupa verksmiðjuna aftur fyrir hærri fjárhæð en "seld" var og lagði svo niður...... Nú Nóbelsskáldið var kommúnisti af harðari gerðinni og samdi Sjálfstætt fólk til þess að sýna fram á það að þeir sem ekki aðhyltust kommúnisma hefðu engan möguleika á lifa. En að sjálfsögðu er allt Framsóknarfloknum að kenna, einkahygli eins og Árborgar málið þar sem Steingrímur gaf 30 millur var auðvitað Framsóknarfloknum að kenna osfrv.... það er hægt að halda lengi áfram og benda á spillinguna sem að vellur úr skálum "norrænar velferðar" en verstu illþýðin eru "hinir vammlausu" sem að eru vissir um eigið ágæti og halda að allt sem þeir geri sé hið eina rétta og kenna öllum öðrum um það sem illa fer en axla ekki ábyrgðina sjálfir. Ekki er allt gull sem glóir

Keli (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 17:34

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það er fjandi mikið framsókn að kenna og eiginlega alveg ótrúlega mikið miðað við það hvað þeir hafa fengið lítið umboð í kosningum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 18:08

8 identicon

Framsóknamenn fortíðarinnar gerðu mikið úr litlu fylgi, og núverandi stjórnarflokkar gerðu lítið úr miklu fylgi.  Er það allt í einu löstur að gera mikið úr litlu, ég veit hvor ég myndi ráða í vinnu.

Hipparnir vissu hverju þeir voru á móti, og nú vitum við hverju þú ert á móti, en með hverju og fyrir hvað stendurðu? 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 20:42

9 identicon

Vil bara spyrja nú þegar framsókn hefur endurnýjað sig, er Sigmundur eða aðrir í framboði fyrir framsókn búinn að gera eitthvað af þessum glæpum og einnig eru þau ennþá tengd finni og co?

Geir (IP-tala skráð) 13.4.2013 kl. 20:50

10 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sigmundur Davíð var úthlutað eignarhald í Kögun á sínum tíma í gegn um föður sinn.

Hann er alinn upp í þessum framsóknarkúltúr sem segir nokkurn veginn: Í þessu landi búa tvær þjóðir, við framsóknarmenn sem megum allt og hinir sem mega ekki neitt og hafa engin réttindi. Það er framsókn.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 13.4.2013 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband