2013-07-07
Stóriðjan borgar ekki skatta á Íslandi
Sjálfstæðisflokkurinn lætur sig miklu varða velferð erlendra auðmanna. Hann vill ekki að útlendingar sem vilja græða á Íslandi skili tekjum til ríkisins eða taki þátt í uppbyggingu innviða í samfélaginu jafnvel þótt fyrirtækin hafi aðgang að þessum innviðum. það kemur því í hlut íslenskra skattgreiðanda að kosta samneyslu þessara útlendinga. En íslenskri alþýðu hefur lengi verið ætlað að kosta lífstíl hinna ríku. Og kjósendur sjálfstæðisflokksins virðast elska að nýta hluta ársins til þess að greiða skattinn fyrir hina ríku og greiða kostnað sem hlýst af einokun fyrirtækja sem sjálfstæðismenn hafa tryggt að komist upp með verðsamráð og einokun.
Hugmyndafræðilega kennir "sjálfstæðisflokkurinn" sig við frelsi og sjálfstæði en í reynd hefur þessi flokkur selt Ísland erlendu valdi og skapað ófrelsi og höft.
Flokkur sem aðhyllist frelsi tekur þá afstöðu í sjávarútvegsstefnu að frjáls samkeppni ríki um fiskinn í sjónum. Að allir megi veiða þar til veitt er upp í einhvern tiltekinn heildarkvóta. Stefna sjálfstæðisflokks og LÍÚ er hinsvegar stefna kommúnismans sem krefst mikilla ríkisafskipta, þ.e. að ríkið ákveði hverjir fái að veiða en auk þess er krafan um ókeypis aðgang að eigum ríkisins en ríkið er jú þjóðin og þjóðareignin því eign ríkisins.
Frjálshyggjan boðar að eigandanum sé frjálst að taka leigu fyrir afnot af eignum. Veiðigjaldið er því í anda frjálshyggjunnar en kommúnistarnir í "sjálfstæðisflokknum" eru á móti því að fara fram í anda frjálshyggjunnar. Þeir halda því fram að veiðigjaldið (kvótaleigan) sé skattar. Þetta þýðir þá væntanlega að sægreifarnir hafi verið að innheimta skatta af kvótalausum.
Þarna eru "sjálfstæðismenn" komnir með nýjan vinkil á kommúnismann þar sem LÍÚ (sægreifarnir) eru orðnir framlenging á ríkinu og innheimta skatta fyrir afnot af auðlindinni.
Nafnið á "sjálfstæðisflokki" er náttúrulega í mótsögn við stefnu flokksins sem hefur verið að selja og veðsetja landið til erlendra aðila og fært völdin til erlendra aðila. Þeir hafa veðsett fiskinn í sjónum hjá erlendum fjármálastofnunum og bundið þannig hendur íslenskra stjórnvalda sem virðast ráða minna en þessir erlendu aðilar um málefni sjávarútvegsins. Þeir kölluðu á AGS til landsins og seldu AGS stefnuna í efnahagsmálum. Þeir hafa veitt erlendum auðhringjum einokunarstöðu um kaup á orku og gert samninga við þessi fyrirtæki sem draga úr valdi Íslendinga. Hinir einu og sönnu landsölumenn er að finna í "sjálfstæðisflokki".
Skattadagurinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:06 | Facebook
Athugasemdir
Sæl.
Skoðanabræður/systur þínar á RUV reyndu að ljúgja þessu að fólki fyrir ekki svo löngu síðan en stóriðjan leiðrétti þetta auðvitað daginn eftir. Eftir sitja sumir í sjálfsblekkingu, reyna að fá veruleikann til að falla að eigin hugarheimi. Þú getur ekki einu sinni farið rétt með einföldustu hugtök. Hvað er kommúnismi? Hvaða munur er á kommúnisma og fasisma?
Hvernig væri að þú hringdir í t.d. Norðurál og spyrðir þá af hverju þeir greiða enga skatta? Spurðu þá að því hvers kyns ósvífni þetta sé? Segðu þeim að ekki gangi að arðræna íslensku þjóðina og starfsmenn sína og borga svo enga skattaþ Hvernig væri að þú spyrðir þá í sama símtali hvers vegna starfsmenn þeirra greiða enga skatta? Hvernig væri að þú spyrðir þá líka hvort þjónusta sem þeir kaupa hérlendis sé virðisaukaskattskyld?
Hvernig geta Sjallar veðsett fiskinn í sjónum til erlendra aðila? Á kommúnistaflokkurinn Sjálfstæðisflokkur veiðiheimildir? Á hann fiskinn í sjónum?
Helgi (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 14:25
Helgi stóriðjan leiðrétti þetta alls ekki. Hún kom fram með eitthvað kjaftæði um launaskatta starfsfólksins.
Ríkið myndi hafa mun meiri tekjur af launasköttum ef þessar fjárfestingar hefðu verið settar í annars konar starfsemi en hver starfsmaður stóriðjunnar kostar ríkið um 3 milljarða. Í öðrum starfsgreinum væri hægt að búa til fjölda starfa fyrir 3 milljarða og mun meiri tekjur af launasköttum.
Ef ég er föst í eigin hugarheimi þá ert þú fastur í lygaþvælunni sem þú lest.
Hverjir fengu Granda þegar það ríkisfyrirtæki var einkavætt? Það er almennt skilið að LÍÚ sé nánast sjálfstæðisflokkurinn enda er hann oft kallaður LÍÚ flokkurinn.
Viðskiptaráð gortaði yfir því á sínum tíma að sjálfstæðiflokkurinn hefði fengi 90% af frumvörpum sem viðskiptaráð skrifaða sem lög. Hverjum skildu nú þessi lög hafa þjónað (eða þjófnað)? Já það eru sjálfstæðismenn og framsóknarmenn sem hafa veðsett fiskinn í sjónum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.7.2013 kl. 15:14
Sæl.
2011-2012 greiddi Alcoa um einn milljarð króna í tekjuskatt til ríkisins. Rio-Tinto-Alcan hefur greitt um einn milljarð króna í tekjuskatt undanfarin ár.
Nei, það eru útgerðirnar sem veðsett hafa fiskinn í sjónum vegna þess að flokkarnir eiga ekki útgerðirnar. Ég er viss um að þú getur fengið að sjá bókhald þessara flokka.
Hvenær á svo að hringja í Alcoa og Norðurál og spyrja hvers vegna þessi fyrirtæki greiði enga skatta? Getur þú ekki tekið að þér að reka þeirra lygavaðall ofan í þessi fyrirtæki sem arðræna þjóðina og aumingja verkamennina sem þar vinna?
Ég er viss um að skattstjóri og sveitarfélögin eru samsek í þessum lygavaðal og falsa ábyggilega sínar bækur til að sýna að þessi fyrirtæki borgi skatt sem þau gera auðvitað ekki því þau vilja auðvitað bara arðræna land og þjóð. Það eru ábyggilega Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn sem standa fyrir þessu samsæri, á milli þess sem þeir veðsetja í botn fiskinn í sjónum og gefa útlendingum land og auðlindir.
Getum við ekki farið í mál við einhvern út af þessu? Þetta bara getur ekki verið löglegt?
Helgi (IP-tala skráð) 8.7.2013 kl. 23:23
Það eru menn í flokkunum og menn í útgerðunum og stundum eru þetta sömu menn.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 04:27
Jú Jú Helgi sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera þetta allt lögleg, því miður.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 04:29
Sæl.
Ertu búin að hringja í álfyrirtækin og skamma þau fyrir að arðræna okkur?
Svo verður þú líka að tala við skattstjóra og skamma fólkið þar fyrir að láta álfyrirtækin komast upp með að greiða enga skatta. Opinberir starfsmenn verða að gæta hagsmuna ríkissjóðs fyrir svona hákörlum sem sjúga hér verðmæti af okkur.
Ef þetta er allt löglegt, af hverju var þá RUV að væla um daginn? Vill RUV að þessi fyrirtæki borgi enn meira eða nennti liðið þar ekki að skoða málið almennilega? Finnst þér ekki svolítið hallærislegt að hafa látið RUV blekkja þig?
Helgi (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 12:14
Gott að einhver hafa vit á því hvað ég Á AÐ GERA.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 13:40
Prófaðu að googla orðin skattaívilnanir og stóriðja.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 13:41
Sæl.
Ég er ekki að reyna að segja þér fyrir verkum en þú segir að stóriðjan borgi ekki skatta, það eru þín orð en ekki mín. Ég er einfaldlega að benda þér á leiðir til að ganga úr skugga um hvorrt það sé rétt eða ekki :-)
Helgi (IP-tala skráð) 9.7.2013 kl. 15:18
Kynntu þér samninga við stóriðjunna.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.7.2013 kl. 15:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.