Alls konar fjölskyldur og betri framsóknarfjölskyldur

Fnykurinn af hinum óverðugu virðist vera að ganga fram af framsóknarelítunni. Vondir og óverðugir eru reknir úr trúnaðarstöðum til þess að rýma fyrir góðum framsóknarmönnum.

Ekki virðist framsókn vera í rónni yfir einsleitum íslenskum fjölskyldum og vill móta stefnu um margbreytileika þeirra. Nú skuldu fjölskyldurnar vera allskonar. 

Sigmundur Davíð hefur farið í forystu þeirra sem hefur tekist að vera allskonar. Hann er allskonarfræðingur og kann allskonar án þess þó að hafa sýnt upp á það marga pappíra:

Framsóknarmaðurinn hefur sérstaka sýn á menntun og hæfni. Framsóknarmennirnir sem stjórnuðu Íbúðarlánasjóði telja að reynsla sé æðri menntun og skapi hæfni í þeirra röðun. Það er ljóst að framsóknarmaður hefur aldrei verið rekinn fyrir afglöp eða fyrir að hafa ekki getað nýtt sér reynslu heldur hefur framsóknarmaðurinn gjarnan fengið að ryðjast áfram eins og naut í flagi fjölskyldum og neytendum til skaða. Þegar allt er komið í rúst er kjaftavaðallinn verkfærið sem menn nýta:

Það er ýmislegt sem framsóknarmenn hafa tekið sér fyrir hendur síðurstu áratugina:

Þeir hafa sett Orkuveituna á hausinn

Þeir hafa sett hálft bankakerfið á hausinn

Þeir hafa stolið opinberum fyrirtækjum

Þeir hafa hirt samvinnutryggingar

Þeir hafa sett íbúðarlánasjóð á hausinn

Þeir hafa gert ungar fjölskyldur að öreigum 

...og þeir eiga einhverjar skrautlegustu kosningalygar sem sögur fara af:

Guð hjálpi íslenskum fjölskyldum


mbl.is Stefnt að fjölskylduvænu samfélagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband