Fortíðarviðjar eða framtíðarsýn?

  Undirrót þeirra vandamála sem þjóðin stendur frammi fyrir liggur í hugarfari sem tók sér bólfestu undanfarna áratugi, ekki bara á Íslandi heldur um gjörvallan Vesturheim. Leiðtogar komu fram á sjónarsviðið sem boðuðu hugsjónir nýfrjálshyggjunnar og öfluðu henni fylgi. Margir velta því nú fyrir sér hver ber ábyrgð á afleiðingum þeirrar hugmyndafærði sem náði yfirhöndinni sem mót fyrir þá stefnu sem hefur verið ríkjandi í stjórnarfari Íslands.

Ríkjandi viðmiðum er um að kenna en leiðtogarnir hafa verið málssvarar þeirra. Til þess að ná umbótum í samfélaginu þarf að yfirgefa þessi viðmið. Lagasetning undanfarinna áratuga hefur mótast af ríkjandi viðmiðum og grundvallargildum sem rekja má til nýfrjálshyggjunnar. Á vef Mbl er vitnað í forsætisráðherra um eftirfarandi:

Geir H. Haarde forsætisráðherra telur að herða beri viðurlög við brotum, sem Fjármálaeftirlitið og Samkeppniseftirlitið komist á snoðir um. Hann segir að nauðsynlegt sé að farið verði ofan í saumana á bankamálum undanfarinna ára. Komi fram í slíkri rannsókn að menn hafi gerst brotlegir við lög, þurfi viðkomandi að sæta ábyrgð.

Lítil huggun er í ofangreindri yfirlýsingu. Fara á að lögum sem sköpuð hafa verið í anda nýfrjálshyggjunnar og treysta stofnunum sem ekki hafa skilað miklu í aðdraganda hamfara. Leiðtogar sitja fastir í grundvallargildum sem þeir hafa svo lengi prétikað og eru öldungis ófærir að sjá hluti í öðru ljósi.

Ástandið sem ríkir í dag kallar á breytingar í grundvallargildum (paradigm shift). Við þurfum að byggja framtíð okkar á nýjum gildum ekki þeim gildum sem skilja nú eftir sig rjúkandi rústir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband