Trausti rúnir

Nokkuð hefur verið um það að undanförnu að fólk sé hvatt til þess að treysta stjórnvöldum. Ég hef lagt þann skilning hugtakið traust að það sé formgerð í samskiptum manna sem mótast af reynslu og sýn einstaklinga á trúverðugleika þeirra sem þeir eiga samskipti við.

Í dag ber svo við að stjórnvöld hafa glatað trúverðugleika. Trúnaðarbrot á milli almennings og einstaklinga sem stýra landinu er að þeirri stærðargráðu að gera má ráð fyrir að ekki verði um bætt.

Umræðan sem hefur farið í gang síðustu vikuna bætir gráu ofan á svart. Almenningur er með ýmsum skilaboðum varaður við því að gagnrýna yfirvöld. Sá sem gerir það er lýðskrumari eða kverúlant. Uppnefningar af þessu tagi eru merkilega áhrifaríkar, í venjulegu árferði, því auðvitað vill enginn vera svoleiðis. En í því árferði sem ríkir núna eru uppnefningar samt fremur máttlaust verkfæri.

Þetta skýrist m.a. með því að það er ekki eingöngu traust til valdhafa sem hefur verið gjaldfellt heldur einnig sú virðing sem borin hefur verið fyrir þeim.

Umhverfi stjórnmálamanna á Íslandi hefur gjörbreyst. Andrúmsloftið um þessar mundir leyfir ekki kæruleysislegt orðfæri. Alvarleiki aðstæðna meðal almennings kallar á virðingu fyrir gagnrýnisröddum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband