Of lítið of seint

  

Það lýtur út fyrir að Ingibjörg Sólrún sé búin að taka eftir því að hér er til staðar þjóð sem hefur verið vanrækt. Hefði ekki verið gott ef hún hefði tekið eftir því fyrr? En Ingibjörg skaðinn er skeður og Samfylkingin sigldi með.

Í mbl segir: Ingibjörg Sólrún segir það algjört grundvallaratriði að jafnaðarmenn siti í ríkisstjórn. Segir hún jafnaðarmenn verða að vera við stýrið þegar tekist er á við þau verkefni sem nú eru aðkallandi og tekist er á við það sem fór aflaga á undanförnum árum. Margt sem var gert rangt á síðustu tíu árum og það má ekki endurtaka sig, segir formaður Samfylkingarinnar.

Ég hef lítið orðið vör við jafnaðarmennsku samfylkingar í setu þeirra í ríkisstjórn. Björgvin er sjálfsagt hinn vænsti drengur en hefur á engan hátt staðið sig í sínu hlutverki. Hann hefur kíkt upp úr vasa sjálfstæðisflokks á fundum og tekið þátt í ferli sem hefur leitt skuldbingar yfir þjóðina sem eru henni ofviða. Þetta kalla ég ekki eldskírn. Í eldskírn sannar fólk sig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nú verður fólkið í landinu að koma saman og láta heyra í sér. Hvernig væri að einhverjir öflugir tækju að sér að skipuleggja þverpólitískan fund?

Vilborg Traustadóttir, 19.10.2008 kl. 16:53

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fólk er búið að fá nóg af gömlum spiltum samtryggingarpólitíkusum

Sigurður Þórðarson, 19.10.2008 kl. 18:10

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Velkomin sem bloggvinur Jakobína. Þó ég sjái stax að okkur greinir á í stjórnmálum, þá er bara gaman að kynnast nýju fólki og sjónarmiðum þess. Við eigum vonandi eftir að skiptast á skoðunum hér á netinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 19.10.2008 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband