Framtíðarsýn

Nú verður ekki annað skilið en að stjórnvöld ætli að gangast undir miklar skuldbindingar fyrir hönd þjóðarinnar. Hvernig er svona skuldir greiddar? Jú úr ríkiskassanum. Og hvernig koma peningar í ríkiskassann? Jú með skattheimtu.

Hvað þýðir þetta? Jú það þarf annað hvort að innheimta meiri skatta (miklu meiri) eða að draga úr ríkisútgjöldum innanlands (mjög mikið) eða (og líklega) hvortveggja þetta.

Hvað þýðir þetta fyrir þjóðina? Jú, hér mun draga mjög úr lífsgæðum. Vel menntað fólk mun flýja land, t.d. læknar, verkfræðingar og aðrir sem hafa menntun sem er gjaldgeng erlendis.

Hverjir muna sitja eftir? Jú gamla fólkið, fólk sem getur ekki komið undir sig fótunum erlendis, lögfræðingar, sjálfstæðisflokkurinn og samfylking.

Þetta magra þjóðfélag munu ekki geta staðið undir skuldum þjóðarinnar. Því munu lánadrottnarnir koma hingað og ganga að veðum, hirða auðlindirnar og flytja inn láglaunafólk til þess að vinna störfin.

Hinir landlausu munu dreifast um heiminn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband