Tækifærin og auðlindirnar

 

Byggt hefur verið upp öflugt menntakerfi á Íslandi. Hér er mikill mannauður með sérfræðiþekkingu á margvíslegum fagsviðum. Öflug fyrirtæki hafa vaxið á Íslandi sem byggja á þekkingu og mannauð.

Þegar við hyggjum að því hvaða atvinnuvegi við viljum byggja upp á íslandi þarf að gera það ljósi þess hvernig umhverfi og hvaða möguleika við viljum búa komandi kynslóðum. Hvers konar atvinnutækifæri munu afkomendur okkar hafa? Verða þau fjölbreytt? Munu þau bjóða upp á góða afkomu?

Verður umhverfið þeim vinveitt? Verður frjó hugsun og sköpunarkraftur metinn að verðleikum eða verður hlýðni og húsbóndahollusta höfð að leiðarljósi við mat á hæfni einstaklinga?

Á undanförnum árum hafa postular stóriðjuhyggjunnar riðið hér um jarðir og lofsungið erlendar fjárfestingar. Og enn er söngurinn uppi. Á meðan eru söngvar þekkingariðju sem byggist upp á innlendu afli ekki sungnir.

Nýtum auðlindir okkar til betra lífs og tækifæra fyrir fjöldann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband