Grunnhygginn áróður

Dr. Gunni var á skjá einum í auglýsingu. Hann sagði að allt það besta í lífinu væri ókeypis og nefndi nokkur atriði þ.m. heilsu. Þetta er í raun frekar barnalegt. Heilsu getur þurft að kaupa dýru verði. T.d. kostar tysabri lyf fyrir M.S. sjúklinga 2 milljónir á ári.

Mörgum M.S. sjúklingum hefur verið neitað um lyfið vegna þess að það er svo dýrt (en auðvitað dregnar upp aðrar skýringar sem síðan hafa ekki staðist skoðun). Á meðan þeir fá ekki lyfið fá þeir M.S. köst sem leiða til fötlunar eins og t.d. lömunar eða blindu. Er nú verið að segja þessu fólki að heilsan sé ókeypis?

Hvað með pabbann sem á litlu börnin sín í útlöndum og hefur ekki lengur efni á því að fá þau í heimsókn? Eru samvistir við fjölskylduna ókeypis fyrir hann? Það væri ágætt ef fólk hætti bara að segja okkur hverju við eigum að gleðjast yfir og hvað sé ókeypis. Það er eitthvað sem við þurfum að meta fyrir okkur, hvert fyrir sig. Hættið að tala niður til þjóðarinnar.

Eins og ég segi áróðurinn er grunnhygginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband