Þreyttir landsfeður

Við búum við gjörspillt kosninga- og flokkakerfi sem vinnur gegn lýðræði þjóðarinnar. Þjóðin hefur haft lítil raunveruleg áhrif á það hvernig þjóðarbúinu hefur verið stjórnað. Þröngar klíkur innan flokkar ráða hverjir komast til valda. Flokkarnir beita fyrir sig maskínu sem rífur öll áhrif úr höndum almennings. Við búum við kerfi sem hefur verið hannað til þess að vernda valdaklíkuna. Ef við viljum heiðarlega landstjórn og lýðræði þarf að brjóta niður það kerfi sem er við lýði og byggja upp nýtt.

Við þurfum kerfi sem leyfir ekki þaulsetu einstaklinga sem hafa engan áhuga á velferð þjóðarinnar á valdastóli.

Nú sitja landsfeður sveittir við að vernda valdaklíkuna á kostnað almennings. Klíkur valda og auðs skulu halda sínu meðan almenningi blæðir.

Við erum stolt þjóð og við viljum eitthvað betra!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband