Umræðan

 

Ég var að horfa á Silfur Egils, aftur! Það er áhugavert að hlusta eftir því hvernig fólk talar núna. Alþýða landsins þarf að berjast gegn kapítalistum [sem nú sækjast eftir því að fá að róta í rústunum] segir Pétur Tyrfingsson. Hann bendir á að almenningi vanti tæki til þess að beita nú í baráttu fyrir hagsmunum og mælir með því að fólk nýti sér hin gömlu félög, með gamla maskínuverkinu.

Óvissan um umfang vandamálsins skín í gegn um umræðuna og afleiðingar liggja ekki fyrir. Dr. Gunni gerir traust að umræðuefni og bendir á hvernig stjórnmálamenn geti endurheimt traust almennings með því að afsala sér einhverjum þeirra gæða sem þeir hafa skammtað sér.

Kristín Heimisdóttir lítur svo á að það að ganga að daglegum störfum sé að sýna ábyrgð. Hún segir okkur að nú eigum við ekki að æðrast eða að vera með fár. Vondar strategiur í Samfylkingunni. Kristjá Júlíusson vill að fólk bíði.

Einhvað virðist fólk vera feimið við mótmæli. Það er sammála skoðunum mótmælenda en vill bara sitja heima og hugsa um þær.

Samnefnarinn í umræðunni var:

  • Vanmáttur stjórnmálaflokkanna
  • Óvissan um skaðann
  • Óvissan um afleiðingarnar
  • Ábyrgðarfælni yfirvalda

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Þjóðin er að vakna.....er varla farin að gera sér grein fyrir ástandinu.  Fólk er reitt, mjög reitt

Hólmdís Hjartardóttir, 20.10.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband