Staðið frammi fyrir erfiðu vali

 

Í MBL er birtar fréttir úr Financial Times. Í frétt Mbl segir m.a:

Hvað varðar fjármál íslenska ríkisins þá mun Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn óska eftir því við stjórnvöld leggi fram trúverðuga áætlun um samdrátt ríkisútgjalda í ljósi þess, að skuldir ríkissjóðs muni aukast verulega og nema allt að 100% af vergri landsframleiðslu.

En samkvæmt fréttinni er ríkið að taka lán upp á 673 milljarða sem væntanlega þarf að greiða með skattinnheimtu.

Nú er stóra spurningin hvernig ríkisútgjöld verða dregin saman. Hvernig verður íþyngjandi aðgerðum dreift? Mun hæfu og vel menntuðu fólki verða vikið úr störfum og velgjörningur halda áfram við útvalda innan ríkisgeirans? Það má auðvitað beita launalækkunum yfir línuna en það bitnar á útvöldum.

Verða einhverjar af þeim stöðum sem stofnaðar hafa verið fyrir uppgjafa stjórnmálamenn lagðar niður eða verður þjónusta við veika og fatlaða dregin saman?

Vandasamar ákvarðanir eru framundan fyrir stjórnmálamenn en augu okkar eru á þeim. Kannski munu þeir þurfa að taka tillit til almennings og huga að skilvirkni starfa hjá hinu opinbera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband