Jarðvegur fyrir friðsæld eða gróðrarstía örvæntingar

Nú kvartar lögreglan yfir því að ráðist sé á lögreglumenn. Þeir telja að auka þurfi fjármagn til starfsemi lögreglu. Fjölga lögreglumönnum, skaffa þeim betri vopn og mennta þá betur í brögðum svo þeir geti snúið niður ofbeldisseggina. Ofbeldi hefur aukist mikið gagnvart lögreglu og lögreglan vill að því sé mætt með meiri lögregluvæðingu.

Má ekki spyrja að því hvað leiði til aukins ofbeldi í samfélaginu. Lögreglan er tákngervingur valdhafans. Hvers vegna er verið að ráðast á þetta tákn valdsins?

Ég hef haldið því fram að aukin misskipting í samfélagi leiði til aukins ofbeldis meðal borgaranna. Dómsmálaráðherra virðist gera sér grein fyrir þessu líka og vill mæta þessu með því að auka lögregluvald, berja niður ofbeldisseggina.

Hver er afleiðing stefnu yfirvalda? Jú lögregluríki sem elur á misskiptingu og heftir frelsi borgaranna. Væri ekki betra að reyna að byggja upp samfélag sem skapar frjóan jarðveg friðsældar. Samfélag sem býr almenningi öruggt umhverfi þar sem einstaklingar geti farið um án þess að þurfa að líta sífellt yfir öxl sér.

Ef jafnrétti, heiðarleiki og skoðanafrelsi er virt í samfélagi eykur það á vellíðan borgaranna. Spilling, lygar og skoðanakúgun eru gróðrarstía reyði og örvæntingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband