Ímynd Íslands

Nú halda stjórnvöld fram að Ísland þurfi að kaupa traust með því að leita á náðir IMF.

Robert Aliber, prófessor emeritus í alþjóðahagfræði og fjármálum við Viðskiptaháskólann í Chicago, er svartsýnn á stöðu efnahagsmála á Íslandi.

Aliber segir að: Ríkisstjórnin og seðlabankinn virðast ekki skilja af hverju Bandaríkin og önnur lönd hika við að lána þeim peninga. Svarið er einfalt þótt það hljómi ekki vel. Það ber enginn traust til núverandi ríkisstjórnar og seðlabanka; það treystir þeim enginn til þess að grípa til þeirra ráðstafana sem nauðsynlegar eru til þess að unnt verði að endurgreiða slík lán.

Aliber mælir með greiðsluaðlögun bæði fyrir einstaklinga og þjóð.

Skrif Aliber beina athyglinni að þörf okkar fyrir að skoða hvernig við getum byggt upp traust. Nú er verið að sækjast eftir stimpli IMF og afla þannig traust með því að tengja sig við löggiltan aðila. En þetta nægir ekki. Stimplar einir sér duga ekki því orðspor íslendinga hefur borið hnekk vegna reynslu manna erlendis af viðskiptum við íslendinga. Til þess að bæta ímynd Íslands þarf að láta af þeirri spillingu sem hér hef ríkt og orðið hið viðtekna. Íslendigar þurfa að sýna gott fordæmi, búa til nýja reynslu til þess að byggja á við reisn ímyndar þjóðarinnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband