Fá börnin okkar ekki að ráðstafa tekjum sínum til þess að gamlir karlar geti glaðst yfir því að eiga fótboltalið!

Það er merkilegt hvernig hið viðtekna laumar hrammi sínum um saklausar sálir. Hvernig getur það verið réttlætanlegt að börnin okkar missi ráðstöfunarrétt hluta tekna sinna til þess að gamall karl eins og Björgólfur geti glaðst yrir því að eiga fótboltalið. Til þess að sonur hans geti lifað sældarlífi í London. Hristum þetta af okkur. Grípa þarf til aðgerða sem leiðrétta ástandi. Það þarf að bjarga afkomendum okkar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: A.L.F

Sammála þér, nú þarf að hafa hraðar hendur og frysta eigur þessa manna, mér er skítsama hvort það sé löglegt eða ekki, þeir gátu samið lög á 1 nóttu til að þjóðnýta glitni þá geta þeir samið lög á einni nóttu sem leyfir þeim að frysta eignir þessa manna og sækja í önnur lönd allt það sem þeir eru búnir að stinga undan. Þýðir lítið að fá að kaupa banka ræna svo bankann fram og til baka þar til ekkert er eftir til að kaupa hinnar og þessar eignir handa sjálfum sér samanber fótbotlalið.

A.L.F, 20.10.2008 kl. 19:23

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Glæasisnekkjur, einkaþotur, skattaskjól, þvílík siðblinda hjá fólki.

Kaupþingsforstjórarnir voru með með vikulaun sem svarar ævisparnaði hjóna!

Og rúmlega það!

Ein svona snekkja eins og sýnd var í Kompási í kvöld kostar mun meira en það.

Þetta bruðluðu þau með út í bláinn og margir missa allt.

Manni verður óglatt!

Vilborg Traustadóttir, 20.10.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ríkisstjórnin og stjórn seðlabankans ættu að greiða þetta in solidum.

Sigurður Þórðarson, 20.10.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband