Skilgreind til fjandans

 

Þetta er skrítinn draumur. Yfirvöld sem hafa aldrei hikað við að brjóta lög á borgurum þessa lands sitja nú föst í álögum þegar þau takast á við gjöreyðingu sjóræningjanna. Hvers vegna er ekki hægt að setja neyðarlög til þess að unnt sé að einhverju marki að leiðrétta gjörðir þessara manna?

Réttmæti þeirrar stöðu sem íslendingar standa frammi fyrir núna virðist njóta lítillar athygli hjá ráðamönnum.

Lausn valdhafa virðist einskorðast við lántökur. Lausnin tekur á sig sömu ásýnd og vandamálið. Það þarf að opna „lánalínur".

Eru engar lausnir sem má finna með því að breyta ásýnd vandamálsins. Er kannski búið að skilgreina vandamálið og þar með þjóðina til fjandans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef oft velt fyrir mér hvort orðið lán valdi þessu öllu saman.

Þetta er svo jákvætt orð, getur merkt gæfa eða heppni. Fólk ruglast á þessu og vill leysa málin með láni.

Í flestum tilfellum eru þessi lán hið mesta ólán.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 08:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband