Vanhæfni

 

Nú er sagt af því í fjölmiðlum hvernig umræðan um Ísland er að þróast í erlendum fjölmiðlum. Greinar um „undrið" verða lærðari en jafnframt fer að bera meira á hæðni. Hæfni og þekking íslenskra stjórnmála- og embættismanna er umræðuefni og er þeim lítill heiður af.

Þekking, hæfni og siðferði hafa ekki verið höfð að leiðarljósi á Íslandi við val í stöður hvort sem er í stjórnmálum, embættismannakerfinu og einkageiranum. Afleiðingarnar eru nú öllum ljósar.

Orðinu samfélagsábyrgð stundum fleygt en fáir virðast gera sér grein fyrir hvað það þýðir. Hinir óhæfu sitja fast og við eins og þeir erum ekki enn búin að „fatta" hrikalegar afleiðingar vanhæfni þeirra.

Kannski er tími vonar og tækifæra að renna upp fyrir þá sem þrátt fyrir hæfni og siðferðilega styrk hafa ekki fengið tækifæri vegna þess að þeir hafa ekki verið í nægilega góðum samböndum. En víst er að sá tími er ekki runninn upp því nú brjóta stjórnvöld lög til hægri og vinstri við mannaráðningar í bankanna. Þeim er ekki sjálfrátt.

Þá einstaklinga sem sitja við völd og kippa í spotta skortir hugmyndaflug og siðferði til þess að gera sér grein fyrir skyldum sínum við þjóðina. Hugmyndir þeirra um það hvað sé eðlileg hegðun stjórnmálamanna í nútímasamfélagi eru í engu samræmi við það siðferði sem er samþykkt í velferðarsamfélögum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband