Umhyggjan engin

Nú er hið viðtekna orðið að þegar maður vaknar á morgnanna hafa skuldir þjóðarbúsins hækkað um nokkur hundruð milljarða. Venjulegt fólk setur bara hljótt. Ein manneskja hefur axlað ábyrgð, sagt af sér og beðið þjóðina afsökunar.

Það bætir ekki ástandið að mjög takamarkaðar upplýsingar liggja fyrir um raunverulegt ástand mála  Hversu miklar eru skuldirnar? Hversu miklar eru eignirnar? Hverra er ábyrgðin? Talað er um að fólk eigi að sýna æðruleysi og vera þakklátt fyrir allt annað en efnahag landsins.

Raddir heyrast um að allir beri ábyrgð að hún sé nú sameiginleg. Rökin að baki þessari afstöðu eru misjöfn. Barnalegar raddir byggja á því að allir hafi tekið þátt í góðærinu. Það er ekki rétt að allir hafi tekið þátt í góðærinu. Stjórnvöld sáu dyggilega til þess að stór hluti þjóðarinnar hlaut aldrei lífsgæðaaukningu með óhefðbundinni skattinnheimtu og jaðarsköttum. Aðrir benda á að menn hafi tekið þátt með aðgerðarleysi. Já almenningur gerði sig sekan um að treysta stjórnvöldum. Gerði sig sekan um að taka mark á því sem þeir sögðu og trúðu að aðgerðir þeirra væru velmeinandi. Raddir þeirra sem sáu í gegn um vefinn voru hveðnar niður með uppnefningum, glannalegu orðfæri og jafnvel samfélagslegum refsingum.

Útgjöld ríkisins hafa þanist út síðustu áratugi. Laun valinna aðila hjá hinu opinbera hafa hækkað mikið og hafa ráðamenn þannig komið sér og sínum vel fyrir í góðærinu og tryggt sér góð eftirlaun en fjöldagjaldþrot blasa við hjá almenningi.

Ekki verður séð að stjórnvöld séu að sjá að sér. Hegðun þeirra heldur áfram að vera jafn fáranleg út frá sjónarmiði hinna hagssýnu. Eftir að kreppan er dunin yfir hafa þeir ráðið til starfa ríkisstarfsmenn á hærri launum en áður hefur þekkst. Og ekki er verið að auglýsa þessu störf heldur einstaklingar handvaldir. Einstaklingar sem hafa verið virkir í því spillingarferli sem er að draga saklaust fólk inn í erfiða tíma. Nefndir eru settar á stofn og himinháar greiðslur hverfa úr ríkiskassanum til nefndarmanna. Græðgin virðist vera endalaus og umhyggja fyrir almenningi engin.

Á hverjum degi berast nýjar fréttir af lögbrotum og spillingu. Enginn er dreginn til ábyrgðar. stjónmálamenn eru einangraðir og þjóðinn getur lítið lesið í aðstæður.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband