Vitgrannir stjórnmálamenn og bellibrögð breta

Gott að heyra í einhverjum sem nennir að beita vitsmununum. Jón Danielsson frábæri í Kastljósinu. Ég hef spurt að því hvers vegna Utanríkisráðueneytið hafi ekki beitt almannatengslum í Bretlandi. Skattgreiðendur þurfa að leggja til milljarða til þess að halda uppi utanríkisþjónustunni enn menn í sendiráðinu hafa verið sofandi eða í fríi á meðan ósköpin dynja yfir. Starfandi utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson og síðan Ingibjörg Sólrún þurfa að skerpa sig.

Eins hef ég spurt hvort að menn sem leiða ríkisstjórina séu of vitgrannir til þess að sjá við bretum sem nú beita bellibrögðum. Þeir láta leiða sig áfram eins og vitleysinga og forsætisráðherra virðist ætla að taka þetta á einhverjum lokuðum fundarhöldum. Höldum okkur bara við reglurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Já hann var frábær

Hólmdís Hjartardóttir, 23.10.2008 kl. 20:21

2 Smámynd: Calvín

Sammála Jakobína að Jón Dan. kom vel fyrir og það sem hann sagði virtist vera skynsamlegt. Það er eiginlega orðið mannskemmandi að hlusta á fréttir, Kastljós og Ísland í dag og heyra af heimskupörum íslensku flónanna í ríkisstjórn, Seðlabanka og Fjármálaeftirlitinu. Jón lýsti þarna hvernig hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir þetta stóran skell en áður heyrðum við viðtal fjármálaráðherra við Mr. Darling sem er hræðilegur vitnisburður um óhæfu stjórnmálamennina sem við sitjum uppi með. Árni Matt og Björgvin þurfa að standa fyrir máli sínu eftir þennan kastljósþátt. Guð minn almáttugur.

Calvín, 23.10.2008 kl. 20:36

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Það liggur við að manni finnist ljótt að vera að setja krakka í ráðherrastöðu.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 23.10.2008 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband