Reyfarakenndur veruleiki?

 

Raunveruleiki dagsins minnir á reyfara. Komin er til landsins sendinefnd frá Bretlandi sem hefur það að markmiði að hneppa komandi kynslóðir Íslendinga í ánauð. Íslenskir milljarðamæringar fóru til Bretlands að græða peninga og bresk stjórnvöld leyfðu það ekki einungis heldur hvöttu líka til þess og íslenska þjóðin á að blæða.

Það liggur fyrir að lausnargjaldið sem Bretar krefjast nú af hálfu íslensku þjóðarinnar nemur þreföldum bótum þeim sem þjóðverjum var gert að greiða eftir seinni heimstyrjöldina. Það er ekki síður reyfarakennt að íslensk stjórnvöld hafa samþykkt að taka þátt í þessum fáránleika sem blasir nú við sem raunveruleiki með því að setjast niður með þeim á þessum forsendum. Kröfur Bretanna fá með þessu tiltekið lögmæti sem þær fengju ekki á öðrum vettvangi. Samningstækni gengur ekki eingöngu út á að sitja inn í einhverju herbergi með mótaðilum og vera á móti. Hún felst einnig í því að velja hlutunum rétta umgjörð og sýna reisn.

Við skulum ekki láta okkur detta í hug eitt augnablik að Bretar viti ekki hvað þeir eru að gera. Þeir ætla að komast yfir auðlindir okkar og arðræna okkur eins og þeir hafa gert gagnvart fjölda annarra þjóða.

Bretar gera sér fulla grein fyrir afleyðingum slíkra ofursamninga. Hér verður landsflótti og eftir sitja í landinu einstaklingar sem ekki geta staðið undir því að greiða þeim skuldir sínar og bresk yfirvöld verða í stöðu til þess að setja þjóðinni afarkosti.

Íslenska þjóðin er lítil þjóð vön harði lífsbaráttu á eyju í miðju Atlandshafi. En nú stendur þjóðin frammi fyrir áður óþekktu vandmáli. Yfirvöld hafa valið þá leið að takast á við vandamálið í lokuðum fundarhöldum. Mikil leynd og hljóðlega er farið um.

Þetta er ekki rétta leiðin.

Það þarf að berjast fyrir opnum tjöldum. Fáum almenningsálit í siðmenntuðum löndum til liðs við okkur. Fáum almenningsálitið í Bretlandi til liðs við okkur. Breska yfirstéttin hefur aldrei hikað við að nærast á öðrum. Hún gerir það jafnt heima sem heiman.

Stjórnvöld á Íslandi virðast vera að einangrast í þessum brútalisma. Loka sig inni í herbergjum með þessum ruddamennum og koma svo út og geta ekkert sagt um gang mála. Væri ekki nær að efla almannatengsl. Senda herskara okkar færasta fólk til landa sem áður hafa orðið fyrir barðinu á Bretum. Afla okkur bandamanna.

Og ekki síst kljá út um þessi mál í dómsölum, þar sem þau eiga heima.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Hvernig er hægt að treysta þessu liði eftir það sem á undan er gengið?

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2008 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband