Hinir gleymdu Íslendingar

 

Forsætisráðherra segir að staða ríkissjóðs sé sterk. Hann lætur hjá líða að gefa námkvæmar skýringar á því hvers vegna. Jú skuldum ríkissjóðs hefur verið velt yfir á almenning. Velferðarkerfið á Íslandi er núna í molum eftir að hafa verið í höndum sjálfstæðisflokks í tvo áratugi. Hvernig fer nú fyrir fólki sem hefur mist atvinnu, er skuldum vafið þegar það hefur ekki fjárhagslega burði til þess að sækja heilbrigðisþjónustu. Hvað með fólk sem er að koma skuldum vafið úr langtímanámi og fær ekki atvinnu.

Forsætisráðherra hefur engan áhuga á að skýra þetta út fyrir fólki. Hann er of upptekinn við að brýna fyrir fólki að leita ekki af blórabögglum. En hinir útvöldu skulu ekki líða. Þeir eru ráðnir til starfa sem ekki hafa verið auglýst á ofurlaunum.

Og Geir snýr út úr. Skammastu þín herra forsætisráðherra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er ekkert á bullinu í Geir að byggja.

http://sedlabanki.is/?pageid=444&itemid=684d7b4a-7b6d-4a49-8b0c-f62d792fd59a&nextday=4&nextmonth=12

Þarna klikkarðu á erlend staða þjóðarbúsins og þá kemur upp excelyfirlit þar sem kemur skýrt fram að erlend staða hins opinbera hafi verið neikvæð um 500 milljarða í lok 2. ársfjórðungs og varla hefur hún skánað síðan. Síðan eru orkufyrirtækin algjörlega fallít með sitt skuldafjall upp á 500 milljarða. Ekki furða að haldnir séu endalausir blaðamannafundir um lán sem alltaf eru á leiðinni frá hinum og þessum í austri og vestri og koma kannski á endanum þó ég sé reyndar efins um að finnist hálfvitar sem eru tilbúnir til að moka hundruðum milljarða í algjörlega gjaldþrota hít.

Baldur Fjölnisson, 24.10.2008 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband