Enn ein lygin afhjúpuð

Það virðist vera að skjóta upp kollinum sú staðreynd að góð staða ríkissjóðs hafi bara verið í þykjustunni. Sóst er eftir fjármagni til þess að bæta stöðu þjóðarbúsins en íslenska þjóðin er skuldum vafin. Skuldsetning ríkissjóðs núna bera þessu merki.

Skýringin á þessu hlýtur að liggja í fádæma skilningsleysi ríkisstjórnar á eigin aðgerðum á undanförnum árum. Slík skuldabyrði hefur verið lögð á almenning að nú þegar falskt gengi krónunnar leitar í raunverulegt gildi ráða einstaklingar ekki við skuldbindingar.

Ýmsir þræðir liggja á milli opinberra stofnanna og einkageirans vegna sífelldra tilrauna ríkisstjórnat til þess að koma byrðum yfir á almenning og gróða í vasa auðmanna. Þessu til stuðnings má benda á skuldsetningu bankanna við íbúðarlánasjóð.

Einkavæðingartilburðir af þessu tagi hafa verið uppi í flestum málefnaflokkum hjá hinu opinbera. Stjórnvöld hafa verið að gera þetta svo lítið hefur borið á en hafa nú fengið afleiðingarnar framan í sig.

Almenningur hefur einfaldlega verið hlaðinn klyfjum í skjóli arfavitlausrar peningamálastefnu þangað til undan lét. Stjórnvöld nota kreppu og bankahrun til þess að leiða athyglina frá þessu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband