Það sem ekki er talað um

Þjóðarbúið hafði safnað óhemju skuldum fyrir kreppu. Þetta er hluti af því vandamáli sem við stöndum frammi fyrir núna.

Almenningi hefur verið komið á skuldaklafa sem hann ræður nú ekki við. Fólk verður gjaldþrota. Ríkið situr uppi með eignir sem erfitt er að koma í verð. þetta er hluti af því sem veldur því frosti sem við stöndum frammi fyrir.

Og auðvitað bjuggust stjórnvöld ekki við þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já margir hafa verið duglegir að taka lán, enda ýtt undir það og  engin maður með mönnum nema skulda tugi miljóna. Og eiga nýja bíla. Knús og góða nótt.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 24.10.2008 kl. 22:35

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Ég segi bara til hvers eru stjórnvöld? Þau hvöttu til ofneyslu með glýju í augum. Ríkið á að endurgreiða þeim sem töpuðu á bankakreppunni hver einasta eyri. Þó þeir þurfi að lækka laun sín og lífeyri!

Vilborg Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 23:15

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ríkið lagði líka byrðir á einstaklinga. Ungt fólk var skattpínt með öllum tiltækum ráðum. Ég átti erfitt með að átta mig á því hvernig barnafólk. Það eru allskonar útgjöld sem fylgja börnum en ríkið hefur jafnt og þétt dregið til baka stuðning við barnafjölskyldur. Eðli málsins samkvæmt á ríkið að styðja við uppeldi komandi kynslóðar með því að tryggja velferð hennar. Við viljum jú að komandi kynslóðir geti veitt okkur öllum (ekki bara foreldrunum) þjónustu af fagmennsku. Stjórnmálamenn á Íslandi hafa bara áhuga á velferð sinna barna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband