Og Íslendingum blæðir

Hin séríslenska nýfrjálshyggja hefur svo sannarlega sett mark sitt á þjóðina. Það er talað um einkavæðingu banka og annarra ríkisfyrirtækja en minna hefur farið fyrir umræðu um aukna einkaneyslu á kostnað þess að ríkissjóður standi undir tiltekinni tekjujöfnun í samfélaginu. Það sem er furðulegast í þessu dæmi er að ríkisútgjöld hafa hækkað jafnt og þétt.

Í aðgerðum sjálfstæðisflokksins hefur birst stefna sem miðar að því að kreista hluta þjóðarinnar um allt sem hann á og auk þess meira og rétta afraksturinn að útvöldum. Oft hafa einstaklingar nánir stjórnmálamönnum verið þiggjendur. Barnungum, óþroskuðum eða vanhæfum einstaklingum hafa verið fengið störf sem þeir hafa síðan vanrækt. Ríkisstjórnin komst upp með að vinna eftir þessari stefnu í áratugi en hún sá ekki fyrir að hún myndi valda efnahagshruni.

Stöðug hækkun ríkisútgjalda á undanförnum áratugum hefur verið ráðgáta. Það má spyrja hvort þetta hafi skilað sér í bættri velferðaþjónustu eða hvort hækkun launa tiltekinna ríkisstarfsmanna, stækkun yfirbyggingar hjá hinu opinbera eða glæsibyggingar á Íslandi og erlendis skýri aukin útgjöld hins opinbera. Skattheimta hefur verið notuð til að búa stjórnmálamönnum, klíkutengdum og venslamönnum þægilegt líf og Þetta hafa börnin okkar fengið að líða fyrir.

Ýmsir sýnilegir skattar voru lækkaðir en yfirvöld læddust bakdyramegin að barnafjölskyldum, lág og meðaltekjufólki og kreistu af þeim velferðina með óhefðbundinni skattheimtu.

Barnabætur og vaxtabætur hurfu. Fasteignagjöld margfölduðust. Lín fór að lána námsmönnum erlendis á kjörum og skilmálum banka. Námsmönnum gert að sjá fyrir sér á yfirdráttarlánum. Fasteignarmarkaðurinn þaninn upp. Fasteignalán færð í einkageirann og þakið hækkað. Kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu færður yfir á einstaklinga. Skólagjöld hækkuð. Lánin hækkuðu vegna verðbólgu og til þess að toppa þetta var nú almenningi (við skulum muna að venjulgt fólk skynjar lítið áhættu í fjármálum nema þeir séu sérfræðingar) ráðlagt að taka á lán í erlendu gengi.

Og hvað gerðist jú ríkissjóður færði skuldabyrðar sínar yfir á almenning í góðærinu. Í vitlausri peningastefnu mældist raunverulegt ástand ekki. Í hugum stjórnvalda voru vandamálin ekki til vegna þess að þau voru falin.

Skuldir almennings voru komnar langt yfir þanþol venjulegra launþega. Það bara sást ekki. En nú blasir raunveruleikinn við okkur. Spilaborgin hrundi og nú róa ráðamenn lífróður að því að halda sér og sínum á jötunni með því að villa um fyrir almenningi. Nú á að skuldsetja almenning enn frekar, rífa af þeim eignir og atvinnu. Hér blæðir almenningi.

Hér á landi er til stór hópur fólks sem stritað hefur frá morgni til kvölds til þess að geta keypt sér fasteignir á uppsprengdu verði, greiða af okurlánum á skuldsettum eignum auk þess að þurfa að greiða sjálf fyrir þjónustu sem foreldrar þeirra töldu sjálfsagt að ríkið stæði undir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

    Frábær grein raunsönn lýsing á ísl. veruleika. 

   Það væri áhugavert að gera samanburð á stórnarstefnu og gerðum Sjálfstæðisflokksins og Mexicanska þjóðarflokksin á undanförnum áratugum. Hann hefur verið við stjórvölinn síðan l914, og er að talið er eini pólítízki flokkurinn er getur talist bræðraflokkur Sjálfstæðisflokksins. 

haraldurhar, 25.10.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband