Á bak við glansandi ásýnd góðærisins leyndist raunveruleg fátækt sem slegið var á frest með yfirdráttarlánum

...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mikið til í þessu og ég þekki reyndar nokkra sem eru á bullandi yfirdrætti og komast ekki út úr því.

Það er ekki bara að við höfum haft ómöguleg stjórnvöld undanfarin ár, heldur er stór hluti almennings búinn að vera með lántökuæði í lengri tíma.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Já, það væru t.d. mikið færri nýir bílar á götunum flestir væru á gömlum eins og ég.

Svo hafa sumir bara ekki laun til að geta borgað háa húsaleigu eða afborganir af íbúðalánunum. Margir eiga allavega lítið eftir til að fæða sig og klæða þegar búið er að borga reikningana. Því freistandi að taka yfirdrátt, erfiðara að komast út úr honum aftur.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 25.10.2008 kl. 17:19

3 identicon

Töluverður fjöldi fólks er með 140.000 kr á mán.

Ég kannast við konu með fjögur börn og fimmta barnið er karlinn sem liggur í bjór alla daga. Hennar laun eru um 140 þúsund á mán. og auðséð er að hennar dæmi gengur ekki upp. Fólkið í stigaganginum er farið að borga hússjóðinn fyrir hana og um daginn fór hún til læknis og þar var henni sleppt við að borga nokkuð, hvorki fyrir læknirinn eða lyfin. Í skólanum þar sem hún starfar er starfsfólk mötuneytisins farið að láta hana fá mat með sér heim fyrir fjölskylduna.

Sem betur fer er til hjálpsamt fólk á Íslandi en valdaelítan lifir í öðrum heimi.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 19:35

4 Smámynd: Rannveig H

Ég varð reið þegar biskupinn okkar taldi okkur vera í auðlegð á kirkjuþingi. Ég skrifaði færslu um það ef þú vildi kíkja hana.

Rannveig H, 25.10.2008 kl. 23:04

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Sammála.

Vilborg Traustadóttir, 25.10.2008 kl. 23:19

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Rannveig það er því miður svo að ýmsir "framámenn" valda ekki stöðu sinni og tala af mikilli grunnhyggni. Sammála þér um að kirkjan á ekki að liggja á ríkinu. Ef hún á erindi við þjóðina þá getur hún verið sjálfbær.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 25.10.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband