Biskup reynir að snúa reiði og kvíða almennings upp í samviskubit

 

Biskup messar nú yfir fólki sem hann vill að bæti meðvitund um raunir í Afríku ofan á kvíða sinn. Sjálfur er biskup með tæpa milljón á mánuði og býr við ýmis fríðindi. Hann getur vaknað rólegur á hverjum morgni vitandi það að hann getur borðað það sem honum sýnist en það er annað en vinkona eins bloggvinar míns sem eins og hann segir:

„Ég kannast við konu með fjögur börn og fimmta barnið er karlinn sem liggur í bjór alla daga. Hennar laun eru um 140 þúsund á mán. og auðséð er að hennar dæmi gengur ekki upp. Fólkið í stigaganginum er farið að borga hússjóðinn fyrir hana og um daginn fór hún til læknis og þar var henni sleppt við að borga nokkuð, hvorki fyrir læknirinn eða lyfin. Í skólanum þar sem hún starfar er starfsfólk mötuneytisins farið að láta hana fá mat með sér heim fyrir fjölskylduna".

En biskup hefur ekki miklar áhyggjur af fólki í svona aðstöðu. Hann þiggur lífsgæði sín af kirkjunni sem haldið er uppi af sköttum sem kreistir eru af barna og fjölskyldufólki.

Skammastu þín herra biskup


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband