Mannréttindi í voða?

Eins og mönnum er kunnugt beittu bretar hryðjuverkalögum til þess að ná Landsbanka undir sína lögsögu. Með því að beita hryðjuverklögum gegn vinveittu landi við aðstæður sem geta ekki fallist undir hryðjuverkaógn hafa stjórnvöld í Bretlandi brotið blað í samskiptum vestrænna þjóða.

Þessi athöfn vekur ýmsar spurningar sem ekki varða eingöngu samskipti þjóða heldur einnig samskipti stjórnvalda við almenning. Er verið að skapa nýja hefð? Hverjum verður löggjöfin beint gagnvart næst? Hvaða hagsmunir munu hafa nægilegt lögmæti til þess að beita löggjöfinni og hver metur það? Tilgangur löggjafarinnar er að vernda almenning. Með því að beita henni frjálslega er verið að stefna mannréttindum í voða. Löggjöfin snýst upp í andstæðu sína og mun skapa umhverfi ótta meðal almennings sem rúinn verður mannréttindum. Fyrsta skrefið hefur verið stigið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég held reyndar að það sé einhver misskilningur í gangi að með þessari aðgerð Bretanna hafi þeir verið að lýsa því yfir að Landsbankinn sé hryðjuverkasamtök (ég er ekki frá því að þeir séu efnahagsleg hryðjuverkasamtök, en það er önnur saga.)

Í athugasemd við grein frá Geiri Rafnssyni á Guardian segir einhver sem kallar sig SteveHill að ákvæðið um að frysta eignir hafi verið til í gömlum lögum, en sett inn í þessi svokölluðu andhryðjuverkalög.

Svona smáatriði auðvitað gleymast í moldviðirinu sem þyrlað var upp til að fela hina raunverulega sökudólga, sem sitja í öllum æðstu stöðum í kerfinu.

Theódór Norðkvist, 26.10.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband