Beitt vopn þrælahaldara

Fyrir alþingiskosningar árið 2003 lofuðu Framsóknarmenn að hækka húsnæðislán í 90%. Þetta loforð ber vott um samviskuleysi manna sem þeystu fram gráðugir eftir völdum. Fyrirsjáanlegar voru afleiðingar þessara gjörða en þessari breytingu fylgdi mikil þensla á verði fasteigna og óhófleg skuldasöfnun heimilanna.

Veðstofn fasteigna var brunabótamat. Brunabótamat fasteigna var hækkað á öllu landinu. Fasteignamat er skattstofn við útreikning vaxtabóta og fasteignagjalda en fasteignamat hefur einnig verið hækkað fyrir tilstilli ráðamanna. Skuldir jukust, fasteignagjöld hækkuðu og vaxtabætur þurrkuðust út.

Með þessum hætti handstýrðu yfirvöld þjóðinni inn í þensluskeið fasteignaverðs og skattheimtu sem ekki átti sér beina stoð í lögum.

Brunabótamat og fasteignamat varð að beittu vopni í höndum þrælahaldara.

Menn sátu í bakherbergjum og lögðu á ráðin um það hvernig væri hægt að hneppa ungar fjölskyldur í ánauð með reiknikúnstum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í byrjun október sagði Jóhanna félagsmálaráðherra að tll greina komi að frysta allar lánagreiðslur heimilanna í 6-8 mánuði.

Almenningur þarf að vita að bankarnir eiga okkur ekki. Eðlilegt er að þeir lagi lán að greiðslugetu fólks. Allir þurfa að borða út mánuðinn, fram að næstu greiðslu (hvaðan sem hún kemur). Gott er að taka frá pening fyrir mat, sjá svo til með restina.

http://okurvextir.blogspot.com

Rósa (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 17:39

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við skulum vona að Jóhanna reddi þessu eins og hægt er, ég hef trú á henni.

Vilborg Traustadóttir, 26.10.2008 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband