Hrifsuðu Bretar ekki ábyrgðina líka til sín?

 

Bretar rifu til sín eignir Landsbankans í Bretlandi með því að beita hryðjuverkalöggjöf. Ég hef velt því fyrir mér hvort að þetta þýði ekki að þeir hafi í raun rifið til sín ábyrgð Landsbankans og þar með skyldu gagnvart innistæðueigendum.

Það er einfalt lögmál að þeir sem stjórna beri ábyrgð. Með því að taka málin í sínar hendur hafa Bretar í raun eða ættu að hafa yfirtekið ábyrgðina líka

Þetta vekur auðvitað upp spurningar um það hvers vegna stjórnvöld hér eru að taka á sig ábyrgðir upp á hundruð milljarða þegar Bretar hafa hrifsað hana til sín.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband