Óreiðan

Ég þekki það ekki af eigin reynslu hvernig er að vera barn alkóhólista en get þó reynt að gera mér það í hugarlund. Foreldrar bregðast, sækjast eftir meðvirkni og barnið verður ringlað og kvíðafullt.

Líður íslensku þjóðinni þannig núna? Stjórnvöldum var treyst fyrir velferð þjóðarinnar en eru núna rúnin trausti. Þau leita nú af skammtímafixum og afneita eigin ábyrgð á vandanum.

Vandi almennings liggur meðal annars í því að það er ekkert kerfi sem verndar hann við þessar aðstæður. Það er enginn barnaverndarnefnd. Vald hinna ringluðu foreldra er algjört og rúnir trausti skapar þetta kvíða og ringulreið.

Það er mikilvægt að koma nú reiðu á líf þjóðarinnar. Fyrsta skrefið er að veita upplýsingar. Til þess að það sé hægt þarf að hefja vinnu við greiningu á vandanum og byggja upp hugmyndir um hvernig best sé að bregðast við honum. Ég kalla eftir því að yfirvöld kalli nú til og kynni fyrir okkur fólk sem er hæft til þess að vinna þessa vinnu. Fólk sem við getum treyst. Fólk sem ekki hefur verið í neyslunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Góð samlíking hjá þér Jakobína.

Og takk fyrir að bjóða mér bloggvináttu - ég þigg hana. 

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 28.10.2008 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband