Landhreinsun

Þjóðin verður að halda sjálfsvirðingu sinni. Sjálfstæðismenn með Framsóknarflokk og Samfylkingu innanborðs sviku þjóðina. Þjóðin á ekki að leyfa það að skríll sem hefur það eitt að markmiði að berjast fyrir sérhagsmunum leiði hana.

Það er kominn tími til þess að landslýður krefjist þess að fólk sem hefur velferð þjóðarinnar að leiðarljósi taki við forystu landsmála.

Sjálfstæðismenn eru óskammfeilnir við að reyna að telja almenningi trú um að þeir hafi eitthvað skynbragð á því sem þeir eru að gera. Eftir langa setu við völd og þá iðju að koma afsprengjum sínum fyrir í stjórnsýslunni eru þeir úr öllum tengslum við kjör almennings og eiginlegt hlutverk sitt. Þeir vita ekki hverju þeir eiga að vera að þjóna.

Hver hefur ekki heyrt upphrópanir fylgiliðs þeirra. „það tóku allir þátt í góðærinu!"

Það tóku ekki allir þátt í góðærinu og þetta myndu stjórnvöld vita ef þau hefðu fylgst með en ekki gleymt sér í dansinum.

Nú þarf að koma að fólki sem hugsar um velferð allra. Það þarf að standa vörð um velferðina og atvinnulífið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband