BREYTING FRAMUNDAN

Við höfum búið við það lengi að stórnmálamenn vaði áfram og láti sér í léttu rúmi liggja afleiðingar gjörða sinna fyrir almenning. Þeir hafa komist upp með þetta og almenningur hefur trúað því að hann væri í fjötrum sem ekki væri hægt að losa sig úr, t.d. með því að hreinsa til í stjórnarráði og alþingi.

Á síðustu vikum hefur þetta breyst og hlutirnir tekið á sig aðra ásýnd. Stjórmálamenn klúðruðu nú á þeirri stærðargráðu að ekki verði komist undan afleiðingunum. Íslenska ríkisstjórnin er nú alræmd um heim allan fyrir eindæma heimsku og víða velta menn fyrir sér hvers vegna hún situr enn við völd.

EN ÞAÐ ER BREYTING FRAM UNDAN. Menn verða ekki látnir komast upp með að ræna okkur lýðveldinu. Íslenska þjóðin mun nú í samtakamætti sínum knýja á um breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Davíð er samur við sig og líkir starfi sínu við starf fréttakonu og hennar ábyrgð við ábyrgð Seðlabankastjóra.(sjá aftast í myndskeiðinu)  Ekki furða þó illa fari ef hann telur sig ekki bera meiri ábyrgð en ein aum fréttakona. Alltaf sami hrokinn í honum. Það myndi frekar styrkja stöðu hans sem stjórnmálamanns ef hann viðurkenndi að hann liggi andvaka yfir ástandinu og hafi þungar áhyggjur yfir stöðu mála. Ef hann í stuttu máli axlaði sína ábyrgð, en ónei! ekki Davíð, hann ræðst alltaf á minnimáttar með hroka og yfirgangi, það eru hans varnarviðbrögð. Hann er vægast sagt ógeðfelldur stjórnmálamaður.

Guðrún Jónína Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 14:45

2 identicon

Hverjir knýja fram breytingar og hvernig? Annars er ég til í allt án sjálftökuflokksins og framara

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 22:30

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Aribjörn við heimtum breytingar!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband