Er ekkert undarlegt að hirða eignir og bæta þeim við skuldir?

Nú er fólk að fá einhverja afganga af því sem það lagði í sparnað en sama fólk sér skuldir sínar þjóta upp í bönkunum vegna vaxtahækkana og verðbólgu. Er ekkert undarlegt við það að nú er verið að hirða eignirnar af fólki og bæta þeim við skuldir þeirra?

Ég er sprenglærður viðskiptafræðingur en get ekki fattað hvernig þetta getur verið réttlætanlegt. Ég held að þetta tengist viðskiptafræði götunar og að við séum með götustráka við stjórnvölinn. Búum við ekki bara við einhvern ný-fasisma.

´Það virðist vera búið að henda fyrir borð hugmyndir um skuldir, eignir og stöðu. Almenningur hefur nú ekki einu sinni rétt til þess að fylgja einhverju sem maður hefur litið nánast á sem lögmál.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband