Morgunverður í kreppu

Ég ætlaði að kaupa K-kornflex nýlega en komst að því að pakkinn hafði hækkað úr tæpum fimmhundruð í tæp sjöhundruð. Hætti við kaupin og fæ mér nú annað hvort hafragraut eða ristað brauð á morgnana. Það má því segja að breyting á morgunmat sé fyrsta lífsstílsbreyting mín vegna kreppunnar.

Ég spái að kaupmáttur þessa heimilis muni minnka smám saman eins og flestra annarra.

Margvíslegar hremmingar birtast í fréttum allan daginn. Uppsagnir, slæm staða fyrirtækja, harka innheimtustofnana, spilling í bönkum og núna síðast áhyggjur af því að verslanir séu að lauma kreppunni inn í verðlag. Það má spyrja að því t.d. hvers vegna pakki af K-kornflexi hefur hækkað um hátt í 50% síðustu daganna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það er auk þess hollara að borða hafragraut. Ég er að taka það upp líka!

Vilborg Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 14:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband