Verum ekki fátæk, verum blönk

Nú stendur þjóðin frammi fyrir því að ríkisstjórnin er búin að leiða hana fram á þverhnípi þar sem hún hangir nú fyrir náð og miskunn annarra þjóða. Því er fleygt að norrænu þjóðirnar séu að taka sinn tíma við að ákveða aðstoð við Ísland vegna þess að þær vilji tryggja það að stuðningurinn sé veittur þjóðinni en renni ekki í hítina.

Það eru ekki allir Íslendingar hangandi þarna frammi á brún. Fjöldi þeirra situr nú í öruggri fjarlægð frá brúninni og gerir sig líklega til þess að grípa allt sem til fellur meðan hinir hanga á brúninni.

En við viljum reisn. Við náum því að klóra okkur til baka en hvert verða hinir farnir þá? Verða þeir ekki bara á harða hlaupum með það sem þeir hafa rifið til sín?

Við verðum ekki rík á næstunni en höldum reisn okkar og snúum baki við þeim sem hafa fullan vilja til þess að fórna velferð okkar og afkomenda okkar til þess að tryggja eigin velferð.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Samkvæmt norsku og sænsku pressunni gæti maður ályktað að hin Norðurlöndin séu að bbíða eftir breytingum á stjórnarherrum því hver treystir mönnum sem hafa leitt þjóð sína í þvílíkar ógöngur!

Vilborg Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 14:45

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Mig grunar að aðrar þjóðir vilji sjá breytingar  hér áður en farið er að dæla fé hingað

Hólmdís Hjartardóttir, 30.10.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og það er engin furða!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband