Kerfið elur á spillingu

Þjóðin hefur setið í viðjum kerfis sem elur á spillinu. Margir kalla nú á kosningar en ég held að það sé betra að leyfa hlutunum að þróast aðeins betur. Kosningar þurfa að bjóða upp á valkosti fyrir almenning.

Til þess að almenningur hafi raunverulega valkosti þarf hann að skilja hvað hann vill og hvað stendur til boða.

Það sem við erum að horfa á núna í samtímanum er birtingamynd þess kerfis sem við höfum búið við. Þetta kerfi hefur alið af sér afsprengi sem við sjáum nú við stjórnvöl þjóðarbúsins.

Ef tryggja á að við fáum ekki yfir okkur samsvarandi spillingu en kannski í breyttri mynd þarf að breyta kerfinu og forsendum þess.

Afl sem boðar grundvallarbreytingar á því kerfi sem við búum við þarf því að vera á boðstólum fyrir almenning fyrir næstu kosningar.

Hér þarf að byggja upp samfélag sem hlúir að hinu mannlega. Þjóðfélag sem virðir hið hreina og hið smáa. Það þarf að umvefja margbreytileikann. Byggja upp valkosti fyrir ungt fólk sem er að hefja lífið.

Virðum landið og rétt þeirra sem búa í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við verðum að stofna nýja hreyfingu sem framd-fylgir því sem þú nefnir og fá til liðs við okkur færsutu menn og konur áöllum sviðum.

Núverandi stjórnvöld viðurkenna ekki mistök eða vanmátt.

Það er heimska.

!

Vilborg Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband