Falsmyndir af velferð og góðæri

Reglur og reikningskúnstir, hvernig verða þær til? Eru reglur og reikningskúnstir banka og yfirvalda frumspekilegar, eitthvað óumflýjanlegt lögmál? Svarið er nei. Reglur og reikningskúnstir eru mannanna verk. Þeir sem hafa sett reglur og ákveðið forsendur útreikninga voru óheiðarlegir og misnotuðu vald sitt.

Þeir hafa búið til eina mælistiku fyrir banka og yfirvöld en aðra fyrir almenning.

Almenningur tapar nú á því að eiga eignir í bönkum og tapar líka á því að eiga skuldir í bönkum. Þetta er ekkert óumflýjanlegt lögmál. Menn bjuggu til reglurnar og reiknimódelin sem skila þessari niðurstöðu.

Reglu og reiknikúnstarinnar menn slógu sér á brjóst og lofuðu velsældina á Íslandi. . Því miður voru þetta skussar sem lásu bara á aðra mælistikuna.

Mismunandi mælistikur voru notaðar fyrir mismunandi tekjuhópa með þeim afleiðingum að þeir sem báru mest úr bítum borguðu minnst til þjóðarbúsins. 

Undanfarin sautján ár hefur almenningur falið forystu þeim sem notað hafa vald sitt til þess að skapa ójöfnuð í samfélaginu. Ömurleikinn felst meðal annars í því að þeir gerðu þetta af aumkunarverðri vankunnáttu. Fótunum hefur verið kippt undan fólki og stofnanirnar sem áttu að þjóna fólkinu eru nú rústir einar. Hvers vegna, jú vegna þess að þær voru misnotaðar.

Sama aflið er hér á ferðinni og það sem mengar andrúmsloftið og spillir náttúrunni. Athafnir þeirra sem þurfa að græða sífellt meira og síðan ennþá meira munu á endanum kippa lífskilyrðunum undan þeim sjálfum. þeir kunna fótum sínum ekki forráð og því þarf að stöðva þá.

Það þarf að stöðva þetta fyrirbæri aumkunarverðrar heimsku og byggja upp samfélag sem rís á öðrum gildum. Gildum sjálfbærni og virðingu fyrir nægjusemi, visku og heiðarleika. Það þarf að afneita hugarfari sem dýrkar falsmyndir af velferð manneskjunnar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

Kvitt og knús.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 13:19

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

nú skapast vonandi tækifæri fyrir betra samfélag

Hólmdís Hjartardóttir, 31.10.2008 kl. 16:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband