Gerum Víkingunum ekki rangt til

Samkvæmt þýska fréttablaðinu Die Zeit er það móðgun við fortíðina að líkja nútíma útrásarauðkýfingum við norræna Víkinga.

Víkingar voru mjög varkárir, undirbjuggu víkingaferðir sínar af mikilli vandvirkni í langan tíma, sendu fyrst verslunarfólk og ferðamenn í könnunarferðir og söfnuðu nákvæmum upplýsingum um andstæðingana og gerðu vandaða áhættugreiningu. Þeir lögðu ekki í víking gegn aðilum sem voru sterkari. Það var alltaf opinn möguleiki að draga sig tilbaka en aldrei skömm. Það var alltaf mikilvægt að hafa skipin til taks til að geta hörfað og flúið ef eitthvað fór úrskeiðis. Í fyrirrúmi var alltaf: öryggi og eins litil afföll og hægt var.

Þegar horft er til atburðarrásar undanfarinna mánaða má sjá að þeir sem í fararbroddi hafa verið eiga einnig lítið skylt við íslenska Víkinga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Jónína Eiríksdóttir

 Kveðja.

Guðrún Jónína Eiríksdóttir, 31.10.2008 kl. 20:21

2 identicon

Alveg sammála. Þess vegna hef ég talað um þá sem "útrásartröll" Tröllin stálu jólunum er það ekki? Þessir menn stálu frá okkur framtíðinni.

Arinbjörn Kúld (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband