Ætlar hann að éta börnin líka?

Margir vilja meina að IMF sé verkfæri auðvaldsins og hlutverk þess sé að komast yfir auðlindir þjóða þegar þær liggja vel við höggi.

Sífellt heyrast nú fleiri tortryggnisraddir meðal þjóðarinnar á meðan ríkisstjórnin snýr í hana óæðri endanum og neitar að skýra frá skilyrðum fyrir lántöku hjá IMF

Ágæta ríkisstjórn gerið hreint fyrir ykkar dyrum. Þjóðin býður!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er ansi hrædd um að það sé eitthvað verulega órhreint í pokahorninu...og að íslenska þjóðin eigi enn eftir að fá að sjá mun verri hluti en hún geti ímyndað sér í efnahagsmálunum. Held að það sé hreinlega verið að selja okkur með húð og hári...svei mér þá.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.10.2008 kl. 22:33

2 identicon

Þeir ætla örugglega að reyna að hanga í sínum stöðum þangað til það versta er afstaðið. Þeir vona að fólkið verði fljótt að gleyma og taki þá í sátt.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 22:54

3 identicon

Hvað hefur þú fyrir þér í því? Allar "sögur" um skilyrði eru dregnar til baka af til þess bærum aðilum. Ekki þar fyrir fréttaflutningur er allur í þá veru að sögur fara af stað. Sem er afleitt.....Nóg er nú samt.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:07

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég fullyrði ekkert. Ég veit ekkert því þessu er leynt og það vekur tortryggni. Eru "til þess bærir aðilar" þeir sömu og hafa komið fram og logið að þjóðinni hvað eftir annað. Það er þessi hegðun sem vekur tortryggni.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 00:04

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Lesið pistla Jóns Steinars..prakkarinn@blog.is og skoðið myndböndin þar.

Það getur bara ekki verið að ekkert búi að baki hjá stórnvöldum sem endalaust taka ákvarðanir sem koma fólkinu í landinu illa...aftur og aftur og aftur. Það er ekki einleikið hversu lengi okkur hefur verið haldið í myrkri og enn er það svo. Allt þetta elur á tortryggni sem og það að augljósir hlutir eins og vilji þjóðar er agerlega hundasaður og enginn..ENGINN..ber ábyrgð neins staðar og orð eins og siðferði eiga engan grundvöll í hugarheimi þessa fólks. Já ég bara trúi því að það býr eitthvað miklu meir að baki....vond tilfinning og við bara verðum að losna við þetta lið og byrja upp á nýtt sjálf og með fólki sem við treystum. Auðlindum okkar er stolið fyrir framan nefið á okkur, gefnar vinum ogvandamönnum ráðherra og svo er rest mokað undir nokkrar vinavængi hér og þar á kostnað okkar hinna aumingjanna sem höfum ekki þorað að standa upp fyrir rétti okkar.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 1.11.2008 kl. 09:01

6 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já Katrín hegðun stjórnmálamanna eru gjörsamlega utan míns skilnings og ég myndi ekki treysta þessu fólki fyrir ketti hvað þá heldur þjóðarbúinu. Atburðarrás undanfarinna vikna hefur gengið fram af manni en þetta er bara toppurinn á ísjakanum.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband