Afspyrnu léleg fjármálastjórnun

Meðan stjórnmálamenn hafa verið uppteknir við að koma sér og sínum í nefndir og ráð hefur allt farið til fjandans í fjármálum landsins. Ég er nú ekkert sérlega gjörn á að bregðast sterklega við fólki en nú er svo komið að mér verður hálfflökurt þegar ég sé framan í smettið og heyri vaðalinn á sumum stjórnmálamönnum sem ég veit að hafa gengt lykilstöðum í því að koma öllu til fjandans. Kvótakerfi, Kárahnjúkar og bankarnir!

Voru ekki gerða áhættugreiningar? Voru menn svo uppteknir að reikna út hvernig þeir gættu skattpínt lágtekju- og meðaltekjufólk að þeir gleymdu að reikna út þol þjóðarbúsins gagnvart Kárahnjúkavirkjun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég þekki ekki atriði málsins en það væri þó eftir öðru ef ríkisstjórnin hefði látið hinn aðilann (mótaðilann) um alla útreikninga!!!!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 12:56

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Bjarne kíktu á myndböndin á síðu Jóns Steinars sem er einn af blogginum hér

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 13:00

3 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Fyrirgefðu einn af BLOGGVINUM

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 13:00

4 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þjóðhagsstofnun var lögð niður! Hún hefði getað veitt leiðbeinandi upplýsingar en Davíð Oddsson lagði hana niður í geðvonskukasti (að sögn Jóns Baldvinds Hannibalssonar) og ég trúi honum alveg.

Vilborg Traustadóttir, 1.11.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Já og ég er hætt að trúa því að þetta hafi bara verið hálfvitaskapur. Ég held að þessir menn vilji þjóðinni ekki vel!

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 1.11.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband