Hvað þýðir þetta?

Tilkynning frá Tryggingasjóði innstæðueigenda og fjárfesta

Skrifað 30.10.2008 Kl.16:22

Fjármálaeftirlitið hefur í dag gefið út það álit að þann 9. október sl. hafi Kaupþing banki hf. ekki verið fær um að inna af hendi greiðslu á andvirði innstæðna af svokölluðum Edge reikningum viðskiptavina bankans. Þetta álit Fjármálaeftirlitsins er gefið út með stoð í 1. og 2. mgr. 9. gr. laga nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Að fengnu þessu áliti Fjármálaeftirlitsins er því hér með lýst yfir að stofnast hefur skylda Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta til greiðslu til innstæðueigenda á Edge reikningum Kaupþings banka hf.

Enn hefur ekki verið ákveðið hvernig útgreiðslu úr sjóðnum verður háttað. Þeim sem hagsmuna eiga að gæta er bent á að frekari upplýsingar er að finna í lögum nr. 98/1999 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari bretingum og reglugerð nr. 120/2000 um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta með síðari breytingum. Þá eru ýmsar gagnlegar upplýsingar að finna á vefsíðu sjóðsins á slóðinni www.tryggingarsjodur.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband