Nú eiga skuldarar að borga

Þegar litið er til þeirra kjara sem þjóðin býr við er ljóst að aðstæður fólks eru misjafnar. Kjör margra er góð og má því ætla að þeir skuldi ekkert. Ef ég væri t.d. menntamálaráðherra og maðurinn minn ynni í banka mætti gera ráð fyrir að ég skuldaði ekkert. Ef ég væri bankastjóri og konan mín forstjóri hjá hinu opinbera mætti gera ráð fyrir að ég skuldaði ekkert. Ef ég væri forsætisráðherra og konan mín fengi forystu í nefndum og ráðum mætti gera ráð fyrir að ég skuldaði ekkert.

Ef ég er hins vegar kennari og maðurinn minn í skrifstofustarfi má gera ráð fyrir að við skuldum nokkuð. Ef ég er einstæð móðir með þrjú börn má gera ráð fyrir að ég skuldi meira.

Þjóðarbúið er stórskuldugt vegna óráðsíu ríkisstjórnarinnar og ríkisstjórnin ætlar að sjá til þess að fyrirtæki og einstaklingar sem eru með skuldir á bakinu greiði kostnaðinn af óráðsíunni. Þeir eru ekki einungis að greiða eðlilega vexti af sínum skuldum. Nei ríkisvaldið ætlar að leysa vandann með því að íþyngja skuldurum meira.

Þeir sem eru verst settir eiga að bera mest. Því meira sem þú skuldar því stærri hlut skalt þú taka á þig.

Vaxta- og verðtryggingaálögum hefur nú verið hlaðið ofan á byrðir skuldara.

Ráðamenn hafa talað um að ekki eigi að hækka skatta. Auðvitað ekki! Það gæti bitnað á þeim sem að ekki þurfa að skulda neitt vegna þess að ofurlaunin duga þeim og vel það.

Ég hvet alla skuldara til þess að hafna þessari ríkisstjórn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband