Nýja Ísland með þátttöku kvenna

Steingrímur J lauk máli sínu í Silfri Egils með því að leggja áherslu á fullgilda þátttöku kvenna í uppbyggingu hins nýja Íslands. Tek undir með Steingrími. Konur látum raddir okkar heyrast. Við erum ekki 10% af þjóðinni eins og halda mætti þegar fylgst er með fjölmiðlum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

heyr heyr

Hólmdís Hjartardóttir, 2.11.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Kemur heim og saman við það sem ég segi. Hæfileikar kvenna hafa verið vanmetnir en karllægir eiginleikar svo sem áhættusækni sett á stall. Þetta er allt gott í bland. Konur eru 50% þjóðarinnar og þetta þarf að speglast í stöðuveitingum og ákvarðatöku.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:24

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Leyfi mér að vekja athygli á fundi hér sem haldinn verður í Háskólanum í Reykjavík, Ofanleiti, stofu 131 A á morgun (3. nóv). Fundurinn hefur fengið yfirskriftina Hugarflæðisfundur Neyðarstjórnar kvenna. Fundartíminn hentar ábyggilega ekki öllum en hann á að standa frá kl. 8:00 til 10:00. Í auglýsingunni segir: Fundur þar sem allar konur eru velkomnar til að ræða málin og velta upp hugmyndum um hvernig hægt er að skapa hér réttlátara samfélag.

Þessi auglýsing er inni á Facebook en hópurinn sem stendur að fundinum, Neyðarstjórn kvenna, hefur stofnað hóp þar og lýsa honum þannig: Hópur kvenna sem hefur ákveðið, með almannaheill í fyrirrúmi, að mynda neyðarstjórn yfir landinu enda hafa valdhafar sýnt fram á ótvírætt vanhæfi.

Hópurinn er opinn öllum íslenskum konum sem langar að leggja sitt af mörkum til að byggja upp samfélag þar sem jafnræði kvenna og karla ríkir á öllum sviðum.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 2.11.2008 kl. 14:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband